Tapas = Lok á vínglas
Það er ekki bara af veðurfarslegum ástæðum sem Íslendingar gjalda hlýhug til Spánverja. Það er nefnilega Spánverjum að þakka að fullnaðarsigur hugsandi manna vannst á templarareglunni þegar áfengisbanninu var hnekkt árið 1928.
Tapas er smáréttamenning sem á rætur sínar að rekja til Spánar og er nú þekkt um allan heim. Orðið „tapa“ þýðir bókstaflega „lok“ eða „þak“ á spænsku og vísar til einnar vinsælustu kenningarinnar um uppruna réttanna. Sagt er að litlar brauðsneiðar eða kjötsneiðar hafi verið notaðar til að hylja glös með víni til að verja drykkinn fyrir ávaxtaflugum og ryki. Með tímanum fóru kráareigendur að setja ýmislegt álegg á þessar brauðsneiðar, svo sem skinku, ólífur eða ost, sem þróaðist yfir í þá fjölbreyttu smárétti sem við þekkjum í dag sem tapas.
Nú vill svo til að afmælisdaga ber upp á hverju ári auk ýmissa annara tilefna til mannfagnaða. Einhver einfaldasta leið til að slá í veislu með stuttum fyrirvara og litlum tilkostnaði án þess að slá af kröfum (raunar þvert á móti) er að slá í tapas-boð.

Við ákváðum að útbúa einfalda tapas veislu í hádeginu í Skeifunni og fengum okkar eigin Ragnar Eiríksson til að útfæra dæmið með ofangreind markmið í huga.
- Lifur úr spænskri hamingjuönd / kr. 3.900
- Hvítur túnfiskskviður / kr. 1.600
- Capers frá ítölsku eyjunni Pantelleria / kr. 1.300
- Smokkfiskur í ólífuolíu / kr. 1.000
- Angelachu ansjósur / kr. 2.400 og 4.600
- Brauðið kom úr Sandholti og var þunnt skorið
Með þessu pöruðum við eitt spænskt hvítvín og tvö rauðvín.
Pazo de Señorans Albariño / kr. 3.600
Albariño er hvítvínsþrúga, upprunnin frá Galisíu, en hún er algeng á Rías Baixas svæðinu. Vín úr Albariño eru fersk, ávaxtarík, lífleg með ilm af sítrus. Þau eru létt og þægileg að drekka ein og sér og fara vel með sjávarréttum.

Cepa Gavilan Crianza / kr. 3.900 (frábær kaup)
Páskabræður, Hermanos Perez Pascuas, í Pedrósu eru með virtustu vínræktendum í því ágæta vínhéraði Ribera del Duero á heiðunum norðan Madrid á Spáni. Vínmeistarinn Tim Atkin flokkar Pedrósu með stóryrkjum (Grand Cru) héraðsins ásamt Vega Sicilia o.fl.
Páskabræður eru íhaldssamir víngerðarmenn og hafa litlu breytt gegnum árin en 2004 ákváðu þeir að bæta yngra og léttara víni, Cepa Gavilan
20 Aldeas Contado de Haza / kr. 4.500
Í hjarta hins virta Ribera del Duero vínsvæðis á Spáni, þar sem saga og náttúra fléttast saman, finnum við vínhúsið Condado de Haza. Nýjasta afurð þeirra, 20 Aldeas Condado de Haza, er ekki aðeins hágæða lífrænt vín heldur einnig lifandi vitnisburður um ríka sögu og einstakar jarðvegsaðstæður svæðisins. Þetta vín, sem er flokkað sem vino de la tierra (staðbundið vín), sækir nafn sitt og innblástur í miðaldasögu Haza-þorpsins og nærliggjandi byggða.. Vínsérfræðingar eru ekki á einu máli um einkunargjöf því Wine Enthusiast gefur víninu 94 í einkunn en WineSpectator 95 stig og má því segja að hér séu flest stig allra vína miðað við verð hjá Sante.
