Fara í efni
STYRJUHROGN

STYRJUHROGN

Fáar lystisemdir eru jafn fágætar og eftirsóttar eins og alvöru kavíar úr styrjuhrognum. Öfugt við ýmis þekkt heiti á borð við kampavín eða koníak, sem bundin eru við að varan komi frá ákveðnu landsvæði, hefur kavíar úr styrjuhrognum aldrei verið varinn gegn eftirlíkingum og því er erfitt fyrir neytendur að átta sig á hvað er ekta og hvað ekki.

Íslenski framburðurinn á kavíar virðist svipa nokkuð til „khavjar“ eða „kraftkaka“ frá tímum Aust-Rómverska keisaradæmisins.

SKOÐA MEIRA
EKKI STANDA Á ÖNDINNI

EKKI STANDA Á ÖNDINNI

Endur eru tákn gleði, hvort sem það eru brosandi gúmmíendur eða endur á tjörn sem vekja bros á vör hjá öllum aldurshópum.

Endur eru rólyndis dýr og minna okkur á að hægja á og njóta augnabliksins.

Oft er sagt að hamingjan komi innan frá og þegar endur eru annars vegar er það rétt.

LA NICCHIA

LA NICCHIA

Eyjan Pantelleria tilheyrir Ítalíu og er um 100 km frá Sikiley. Á þessari eldfjallaeyju búa einungis um 8.000 manns. Þar er mjög vindasamt, heitt á daginn og kalt á nóttunni. Fullkomnar aðstæður til þess að rækta capers.

Fyrirtækið La Nicchia hóf starfsemi árið 1949 og þykir framleiða besta capers í heimi - eða a.m.k. á jörðinni. Fyrirtækið framleiðir margar hliðarafurðir einnig, s.s. caperslauf, capersber og frostþurrkað capers.

SKOÐA MEIRA
DÓSAMATUR FRÁ SPÁNI

DÓSAMATUR FRÁ SPÁNI

Ansjósur hafa lengi haft trúarlega vísan og verið eins konar tákn hreinleika og sakleysis. Í Mósebók segir til dæmis frá því hvernig Guð hafi frelsað gyðinga úr ánauð í Egyptalandi með því að fara um Egyptaland meðansjósur, ganga hús úr húsi og bjóða íbúum.

Skipaði Guð Móses að setjaansjósurí Martini glas ásamt jarðarberjum og sérrýediki og var það kallað ansjósumartini.

Í versluninni er hægt að fá ansjósur og annað góðgæti í dósum frá Galisíu.

SKOÐA MEIRA
ÓLÍFUOLÍA

ÓLÍFUOLÍA

Jómfrúarolíurnar frá Villa Le Corti koma af um 13.000 ólífutrjám á jarðnæði Villa Le Corti á um 64 hekturum. Hér er allt gert í höndunum og eftir uppskeru er olían pressuð úr ólífunum innan dags en það skiptir máli að sem stystur tími líði milli uppskeru og pressu til þess að eiginleikar olíunnar verði sem bestir.

SKOÐA MEIRA