Heilnæmur snaps
Fischersund var stofnað árið 2017 og er fjölskyldurekið ilmhús í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið við Fischersund í Grjótaþorpinu. Þar er einstök undraveröld og gestum boðið að upplifa töfra í gegnum þefskynið og eftir atvikum önnur skynfæri. Ilmirnir eru einu handgerðu ilmvötnin á Íslandi, blönduð og útbúin í Reykjavík.
Þarna vekja bæði lykt og hljóð upp minningar. Hvert ilmvatn flytur mann á nýjar slóðir í gegnum samhljóm nostalgíu, ljóðlistar og tónlistar.
Fischersund selur ilmvörur sem sækja innblástur í hreina og einstaka náttúru Íslands, með jurtum og olíum sem tíndar eru villtar í íslenskri náttúru. Notast er við umhverfisvænar lausnir og efnivið sem hæfir nútímalífsstíl.

Í tilefni af 8 ára afmæli Fischersunds þá kemur út í takmörkuðu upplagi heimagerður snaps sem kallast Anna Sprútt. Þar er maður fluttur á nýjar slóðir í gegnum öll skynfærin; sjón, lykt, bragð, heyrn og snertingu.
Í kjallaranum í Fischersundi 3, undir úr sér gengnum gólfborðum, bjó kona sem hét Anna. Hún sást sjaldan en fólk vissi af henni. Hún þekkti húsið eins og lófann á sér, talaði við það og hlustaði. Seint á myrkum kvöldum mátti heyra lágvært glamur í glösum og flöskum og út lagði sætan angan af einhverju forboðnu. Sögusagnir gengu um að Anna bruggaði sinn eiginn landa, af vandvirkni en ávallt í felum. Stundum opnaðist kolalúgan og útrétt hönd útbýtti flöskum. Þeir sem dreyptu á sögðust finna bragð af hrárri íslenskri jörð, birkiberki, kerfli og hvannarfræjum. Hún seldi veigarnar aðeins fyrir lög, ljóð eða leyndarmál. Fischersund heiðarar minningu Önnu Sprútt með handgerðum snafsi í hennar nafni sem inniheldur íslenskar lækningajurtir og ósagðar sögur.

