VINK

VINK annast gervigreindardrifna hugbúnaðarþróun Santé.

Vink vísar til kjarnastarfsemi Santé – vínsölu. En Vink hefur líka dýpri merkingu. Þegar við vinkum, bjóðum við fólki að koma nær. Vink táknar líka hraða og skýrleika – einföld hreyfing en skilvirk, líkt og lausnirnar okkar sem gera flókna hluti einfalda.

Við erum að þróa lausnir fyrir smásölu sem breyta upplifun viðskiptavina með gervigreind í forgrunni. Við erum að búa til lausnir sem bæta líf fólks.

HVARSTÆÐ ÞJÓNUSTA

Öll okkar þróun miðar að því að gera viðskiptavinum kleift að panta hvenær sem er, hvernig sem er og fá afhent hvar sem er.


LAUSNIR Í ÞRÓUN

  • LINKASÍÐA

    Einföld en öflug lausn sem safnar saman tenglum á blogfærslur úr Shopify til að ferðast frá Instagram síðu.

    Þegar í fullri notkun.

  • KIOSK

    Sjálfsafgreiðsla með Shopify tengingu og rafrænum skilríkjum. Drifið áfram með Dobot CR20 vélmennalausn. Eykur sölu með persónumiðuðum tillögum.

    Fer í prófanir á Q2.

  • SANTÉBOT

    Samþætt stjórnstöð sem samhæfir vélmenni á mörgum afgreiðslustöðum samtímis. Tengist kiosk-lausnum og Shopify eða öðrum netverslunarkerfum. Notast við Dobot, Unilogic PLC iðntölvur og Datalogic QR skanna.

    Fer í prófanir á Q2.

  • D-BOT

    Sjálfvirkt kerfi sem skilar tilbúnum pöntunum til viðskiptavina. Dregur úr biðtíma og tryggir rétta afhendingu í hverju tilviki.

    Fer í prófanir á Q2.

  • VÖRUHÚSAKERFI

    Alhliða stýrikerfi fyrir vöruhús sem býður tvær sérsniðnar lausnir. Fyrir einstaklinga bjóðum við hitastýrt umhverfi sem tryggir fullkomnar geymsluaðstæður, yfirlit sem sýnir verðþróun vínsafnsins, ráðgjöf um ákjósanlegan neyslutíma, vildapunktakerfi og einfalt ferli frá skráningu til afhendingar.

    Fyrir fyrirtæki bjóðum við beintengingu við Shopify/Sante.is, rauntíma birgðasamstillingu, ítarlegar mánaðarlegar söluskýrslur, sjálfvirka birgðastýringu og gagnsæja verðlagningu byggða á fjölda eininga.

    Kerfið er þegar í prófunum hjá viðskiptavinum með góðum árangri.

  • VÍNVERA

    Gervigreindardrifinn sölumaður sem tekur á móti símtölum viðskiptavina með Eleven Labs raddtækni. Þessi stafræni aðstoðarmaður auðveldar viðskiptavinum að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum, skoða fyrri pantanir, fá sérsniðnar ráðleggingar um vín og leggja inn nýjar pantanir sem færast sjálfkrafa inn í Shopify eða önnur vefverslunarkerfi. Lausnin dregur úr álagi á starfsfólk án þess að fórna persónulegri þjónustu og gerir viðskiptavinum kleift að eiga samskipti við fyrirtækið hvenær sem er sólarhringsins.

    Er í prófunum innanhúss.

NaN af -Infinity

HAFÐU SAMBAND
NÚNA...

... ef þú hefur áhuga á því sem við erum að gera.

Við svörum innan 24 klst.