Allir jólasveinar koma með vindla
Í kvöld er fyrsti jólasveinninn væntanlegur til byggða og þar á eftir er von á tólf öðrum. Af þessu tilefni hefur Vindill ákveðið að bjóða upp á sérstakan varning fyrir þá er unna góðu tóbaki og vilja gera sér dagamun á þessum síðustu vikum fyrir jól.
Frá og með deginum í dag og fram að hátíðum mun nýr og sérvalinn vindlakostur birtast í vindlabúðinni á hverjum degi. Er hver pakki sérstaklega innblásinn af þeim jólasveini sem er á ferðinni hverju sinni.
Í kvöld ber svo við að fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kemur til byggða. Þessi jólasveinn er aðallega kunnur af tvennu. Annars vegar óslökkvandi þorsta í ærmjólk sem hann reynir að sjúga úr ánum í fjárhúsum landsmanna og hins vegar af því að vera með staurfætur, sem gerir honum erfitt fyrir.
Til heiðurs Stekkjarstaur hefur verið útbúinn sérstakur vindlapakki en hann inniheldur þrjá vindla sem eiga það sammerkt að vera einkar langir og mjóir að vexti.
Er við hæfi að rifja upp ljóðlínur Jóhannesar úr Kötlum um komu fyrsta jólasveinsins:
Stekkjarstaur kom fyrstur,
stinnur eins og tré.
Hann laumaðist í fjárhúsin
og lék á bóndans fé.
Hann vildi sjúga ærnar,
þá varð þeim ekki um sel,
því greyið hafði staurfætur,
það gekk nú ekki vel.
