Albariño er hvítvínsþrúga, upprunnin frá Galisíu, en hún er algeng á Rías Baixas svæðinu. Vín úr Albariño eru yfirleitt fersk, ávaxtarík og lífleg. Vínin hafa oft ilm af sítrus. Þau eru létt og þægileg að drekka ein og sér og fara vel með sjávarréttum.
Pazo de Señorans rækta vínviðinn á pergólum en það eru eins konar eru grindur eða rammar sem vínbiðurinn hvílir á. Þessar grindur lyfta vínviðnum upp frá jörðinni, sem eykur loftflæði og hjálpar til við að koma í veg fyrir myglu og rakaumyndun. Pergólurnar gera líka auðveldara að tína þrúgurnar og hámarka sólarljós sem talið er bæta þroska og bragð.
Uppskeran er handtínd í litlar körfur í september og fluttar með hraði til víngerðarinnar. Hver lota er gerjuð sér í hitastýrðum stáltönkum. Malolactic gerjun er stöðvuð til að halda ferskleika.