Andalifur í dós, fullelduð, svokallaður Bloc. Hér hefur lifrin verið fínhökkuð og svo pressuð saman aftur. Þetta gerir það að verkum að áferðin verður silkimjúk.
Það er auðvelt að ná lifrinni úr dósinni, enda dósin sérhönnuð til að gera líf þitt auðveldara.
Þótt það sé ekki nauðsynlegt að geyma vöruna í kæli þá mælum við með að hún sé sett í kæli í nokkrar klukkustundir fyrir notkun og svo tekin út 15-20 mínútum áður en á að nota hana.
Bloc de Foie Gras hentar einstaklega vel fyrir smárétti hvers konar og einnig til þess að smyrja á ristað brauð.
Lúxuspörun sem tryggir jafnvægi við kröftuga flauelsáferð andalifrarinnar, er sætvín. Sú sælkeratvenna er fullkomin fyrir jólin og er sannkallað hjónaband í himnaríki.
-