French Bloom

French Bloom er franskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða óáfengum freyðivínum. Það var stofnað árið 2021 af vinkonunum Maggie Frerejean-Taittinger og Constance Jablonski. Fyrirtækið framleiðir lífræn, óáfeng freyðivín úr Chardonnay og Pinot Noir þrúgum frá Suður-Frakklandi. Drykkirnir eru án viðbætts sykurs og súlfíta. French Bloom hefur hlotið viðurkenningu fyrir gæði sín og unnið til verðlauna sem besta óáfenga freyðivín í heimi.

Copenhagen Sparkling Tea

Copenhagen Sparkling Tea var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af verðlaunaða sommeliernum Jacob Kocemba og viðskiptafélaga hans Bo Sten Hansen. Fyrirtækið sameinar norræna nýsköpun og asíska tehefð með því að framleiða lífræna freyðidrykki. Grunnurinn í drykkjunum er blanda af mörgum mismunandi tegundum af tei, sem gefur þeim flókinn og einstakan smekk.

Oddbird

Oddbird var stofnað árið 2013 af Moa Gürbüzer. Markmið fyrirtækisins er að breyta drykkjumenningunni með því að bjóða upp á hágæða vín sem hafa verið ,,frelsuð" frá áfengi. Oddbird framleiðir vín með hefðbundnum aðferðum sem eru látin þroskast í allt að 12 mánuði áður en áfengið er varlega fjarlægt til að viðhalda náttúrulegum bragðtónum. Fyrirtækið er í dag leiðandi framleiðandi áfengislausra vína í Skandinavíu.