Angelachu ansjósurnar eru heimsþekktar. Þær eru veiddar á vormánuðum í Kantabríuhafi og eru síðan vandlega handunnar og lagðar í salt í 12 mánuði. Þegar ansjósurnar eru tilbúnar til frekari vinnslu notar Angelachu net til að fjarlægja umfram salt frekar en að nota of mikið saltvatn, og varðveitir þannig ríkt bragð ansjósunnar. Þessar ansjósur koma í hringlaga dós - pandereta - og eru pakkaðar í ólífuolíu.
Prófaðu þessar ansjósur á ristuðu súrdeigsbrauði með ögn af smjöri. Við mælum með því að láta brauðið kólna áður en það er smurt og ansjósurnar lagðar á.