
Andalifur / Foie Gras de Canard Entier
Heil andalifur í dós, óhökkuð og fullelduð.
Það er auðvelt að ná lifrinni úr dósinni, enda dósin sérhönnuð til að gera líf þitt auðveldara.
Þótt það sé ekki nauðsynlegt að geyma vöruna í kæli þá mælum við með að hún sé sett í kæli í nokkrar klukkustundir fyrir notkun og svo tekin út 15-20 mínútum áður en á að nota hana
Til dæmis er hægt að skera hana í næfurþunnar sneiðar með hníf sem hefur verið hitaður í heitu vatni. Því næst setja á ristað brauð, til dæmis þunnt skornar sneiðar af súrdeigsbrauði.
Lúxuspörun sem tryggir jafnvægi við kröftuga flauelsáferð andalifrarinnar, er sætvín. Sú sælkeratvenna er fullkomin fyrir jólin og er sannkallað hjónaband í himnaríki.
Vörutegund | Matur |
---|---|
Stærð | 130 gr |
Afhending
Heimsending með Dropp og afhending á Dropp staði um allt land er ókeypis.
Við bjóðum upp á ýmsa afhendingarmöguleika. Hægt er að sækja vörur í vöruhúsið okkar á Grandanum, fá þær sendar heim að dyrum eða velja að sækja þær á ýmsa afhendingarstaði víðs vegar um landið.
Smelltu hér til að sjá nánari afhendingarmáta
Opnunartími vöruhúss
Vöruhúsið okkar að Eyjarslóð 9, 101 Reykjavík er opið sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.