Vorforsala & úthlutun

Vorforsala og úthlutun er hafin.
Um er að ræða vín frá Pierre-Yves Colin-Morey og Caroline Morey, Simon Colin og kampavín frá Dhondt Grellet. Þessi vín þykja meðal þeirra eftirsóttustu í sínum flokki.
Vorsala, eins og sagt er í Bæjaralandi, er hafin á vínum frá Simon Colin og Dhondt Grellet. Sem fyrr er skömmtun hingað til lands í minni kantinum og þess vegna gildir hið fornkveðna - þyrstur kemur, þyrstur fær.
Sérstök úthlutun er hafin á vínum frá hjónunum Pierre-Yves Colin-Morey og Caroline Morey. Úthlutunarréttindi hafa þeir sem hafa haft úthlutunarréttindi forðum. Aftur á móti kunna einhverjir rétthafar að hafa fallið frá á árinu og þess vegna er nýjum áhugasömum kaupendum bent á að hafa samband.
Þess ber að geta að öll vín frá PYCM hafa lækkað í verði frá fyrra ári og hið sama má segja um nánast öll vín frá Caroline Morey.
Smellið á kortin hér að neðan til að skoða betur.