Simon Colin

Nýjasti íslandsvinurinn frá Burgundy er Simon Colin. Víngerðin hjá afa Símonar hét Colin-Deléger sem síðan skiptist í hendurnar á sonum hans, Philippe (faðir okkar manns) og Bruno. Aðrar greinar úr ættartrénu reka svo víngerðarhúsin Joseph Colin, Marc Colin og Pierre-Yves Colin-Morey sem er Íslendingum að góðu kunnugt.

Hann hefur tileinkað sér svipaða hugmyndafræði og Pierre-Yves og Caroline: lítið af nýrri eik, og að vínin eigi að endurspegla uppruna sinn.

Fyrsti árgangurinn sem við fengum var 2022 sem skapaði okkur ómælda ánægju. Það var hans annar árgangur. Nú er hér á ferðinni 2023 árgangurinn og ekki er laust við að spenna ríki fyrir þessum þriðja árgangi Simon.

Athugið að við eigum fyrirliggjandi nokkrar flöskur af rauðu 2022 Santenay. Með 17% heilknippi þá er góður strúktur í þessu víni, rauður ávöxtur og jafnvel smá kramin jarðarber. Létt og ljóst.

I18n Error: Missing interpolation value "class" for "Notaðu færri síur eða <a class =“{{ class }}” href=“{{ link }}”>hreinsaðu síur</a>."

Ekrurnar

Ekrur Simon Colin eru einkum í Chassagne-Montrachet, Santenay og Maranges. Svæðið er ríkt af kalksteini sem gefur vínum sérstakan blæ. Ekrurnar snúa flestar til suðausturs sem tryggir kjöraðstæður fyrir þroskun þrúgnanna.

Bourgogne Blanc

Svæði: Bourgogne
Þrúga: Chardonnay
Vínviður: 1996/1998/2003/2013/2021
Lega: Austur/Suðaustur/Suðvestur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 1,1886 hektarar

Chassagne-Montrachet

Svæði: Chassagne-Montrachet
Þrúga: Chardonnay
Vínviður: 1950/1986/1988/1998/1999/2005/2013/2019/2022/2023
Lega: Suður/Suðaustur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 1,57 hektarar

Chassagne-Montrachet 1er Cru Les Chaumees

Svæði: Chassagne-Montrachet, Premier Cru
Staðsetning: Les Chaumées
Þrúga: Chardonnay
Vínviður: 1989/1991
Lega: Suðaustur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 35,90 ar (0,359 hektarar)

Chassagne-Montrachet 1er Cru Vergers

Svæði: Chassagne-Montrachet, Premier Cru
Staðsetning: Les Vergers (The Orchards)
Þrúga: Chardonnay
Vínviður: 1972/1987/2004/2007/2019
Lega: Suðaustur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 64,73 ar (0,6473 hektarar)

Chassagne-Montrachet 1er Cru Les Chaumees "Clos Saint Abdon"

Svæði: Chassagne-Montrachet, Premier Cru
Staðsetning: Les Chaumées "Clos St Abdon"
Þrúga: Chardonnay
Vínviður: 1973/1976/1999/2014/2021/2022
Lega: Suðaustur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 1,1525 hektarar

Sérstök einkenni: Þroskað í 350 lítra tunnum þar sem þriðjungur er nýr. Ljós litur, mun áhugaverðari ilmur, þó alltaf með fínleika. Örlítill byssupúðurtónn á bragði, sterkari ending með meira í baksýn, en alltaf með aðlaðandi hvítum ávexti og lengra eftirbragði. Millerand þrúgur skýra þennan aukna kraft.

Santenay Rouge

Svæði: Santenay
Þrúga: Pinot Noir
Vínviður: 1959/1973
Lega: Austur/Suðaustur
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 67,81 ar (0,6781 hektarar)

Santenay 1er Cru Les Gravieres Rouge

Svæði: Santenay, Premier Cru
Staðsetning: Les Gravières (ísl. malarnámurnar)
Þrúga: Pinot Noir
Vínviður: 2005
Lega: Austur/Suður
Jarðvegur: Leir-kalksteinn
Heildarstærð: 50,67 ar (0,5067 hektarar)