2022
Árið 2022 var einstaklega farsælt fyrir Pierre-Yves Colin-Morey og Caroline Morey. Vorið var óvenju milt og þrátt fyrir að vínviðurinn hafi vaknað snemma eftir vetrarhvíldina sluppu þau að mestu við frostskemmdir sem oft ógna vínrækt á svæðinu. Nokkurt álag varð í kringum blómgunartímann vegna myglu en með natni tókst þeim að halda tjóninu í skefjum.
Sumarið einkenndist af löngu þurrkatímabili án þess þó að vera mjög heitt, sem skapaði kjöraðstæður fyrir þroskun vínberjanna. Þessi frábæru skilyrði gerðu þeim kleift að hefja uppskeruna 22. ágúst og ljúka henni 3. september. Þetta gerir 2022 að næstsnemmbærasta árgangi í sögu vínbýlanna.
Hvítvínin frá þessum árgangi eru nákvæm og djúp, með vaxandi orku við öldrun á fínum geri í 350 lítra tunnum. Áfengisinnihaldið er á bilinu 12,0% til 13,5%. Rauðvínin eru ávaxtarík, fersk og þétt með áfengisinnihald milli 12 og 13%. Rauðvínunum var tappað á í desember 2023, en hvítvínin frá janúar til júlí 2024. Vínin þeirra eru hvorki hreinsuð né síuð.
Synir hjónanna, Mathis (24 ára) og Clément (21 árs), hafa nú gengið til liðs við víngerðina eftir að hafa öðlast reynslu.
Síðla árs 2023 gerði fjölskyldan samkomulag um nýjar vínekrur í nágrenni Meursault. Um er að ræða 1er Cru "Perrieres", "Goutte d'Or", "Poruzots", Meursault Village. Þá í Puligny-Montrachet 1er Vru "Chalumeaux" og Monthelie 1er Cru "Clos des Champs Fuillots". Fyrstu vínin af þessum ekrum verða úr 2024 árganginum.
Burghound og Jasper Morris lofuðu 2022 árganginn sérstaklega fyrir hvítvín og bentu á að hann gæti orðið jafn áhrifamikill og 2014 og 2017 – en með meira jafnvægi.
FORSALA OG ÚTHLUTANIR
Byggt á fyrri kauphegðun og neyslumynstri hafa úthlutunarréttindi viðskiptavina nú virkjast.
Heildarmagn er sem fyrr knappt sem kallar á haganlega meitlaðar úthlutanir. Engu að síður er viðskiptavinum sem ekki hafa fengið úthlutanir áður velkomið að hafa samband ef þeir hafa áhuga. Rétthafar úthlutunar kunna að taka ranga ákvörðun eða hafa fallið frá.
Þess ber að geta að öll vín frá PYCM hafa lækkað í verði frá fyrra ári og hið sama má segja um nánast öll vín frá Caroline Morey.
