Fara í efni
Dhondt-Grellet Le Bateau Blanc de Blancs Grand Cru Cramant (7059530514497)

Ný stjarna í Champagne

Við myndum þó ekki tala um stórstirni heldur skæra smástjörnu því heildar framleiðslan er einungis um 30.000 flöskur. Hjónin Eric Dhondt og Edith Grellet ákváðu árið 1986 að hætta að selja þrúgur sínar til samlagshúsa og hófu að selja vín undir sínum nöfnum, Dhondt-Grellet.

Þar með flokkast starfsemin sem ræktunarhús. Sonur þeirra, Adrien, hefur nú tekið við búinu. Hér er allt lífrænt og lífeflt en Adrien kærir sig ekki um vottanir í þeim efnum. Hross í stað dráttarvéla eru notuð við öll störf á ekrunum til þess að fyrirbyggja þjöppun á jarðveginum.

Ekrurnar

Ekrurnar

Adrien ræktar 6 hektara lands í Cote des Blancs þar sem jarðvegurinn er kalkríkur og hentar sérlega vel til ræktunar á Chardonnay. Meðalaldur vínviðsins er 40 ár. Hærri lífaldur þýðir að plönturnar hafa rótað sig tugi metra í gegnum forsöguleg jarðlög. Sykrun er hér í lágmarki 0-3 grömm per lítra.