Hamingjuendur


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Hamingjuendur - Sante.is

Forn-Rómverjar fullkomnuðu aðferðir til að rækta gæsir og endur til að framleiða foie gras, sem bókstaflega þýðir „feit lifur“. Sagan segir að það hafi verið Egyptar sem fyrst uppgötvuðu að þegar endur og gæsir fituðu sig verulega fyrir farflug sitt, þá varð lifrin  einstaklega bragðgóð. 

Af hverju er andalifur svona góð?

Það er erfitt að lýsa hinni einstöku upplifun sem fylgir fyrsta bita af góðri andalifur. Hún mjúk, bráðnar nánast samstundis og hún leggst á tunguna og skilur eftir sig silkimjúkt bragð með djúpum og rjómalöguðum undirtónum. Feitt og unaðslegt, með söltum og sætum blæbrigðum gera það að verkum að andalifur er ein besta matarupplifun sem hægt er að fá.

Það sem gerir andalifur einstaka er hin mikla fita, sem gefur henni sína óviðjafnanlegu áferð. Lifrin er mjúk og silkimjúk, en um leið dásamlega ljúffeng.

Ofurfæða

Andalifur er vissulega feitur matur, en hún er alls ekki óholl. Hún inniheldur hátt hlutfall einómettaðrar fitu, sem er svipuð þeirri sem finnst í ólífuolíu og hefur verið tengd við heilbrigða hjartastarfsemi. Hún er einnig rík uppspretta A-vítamíns, járns og annarra nauðsynlegra steinefna.

Hvernig er andalifur borin fram?

Það eru margar leiðir til að bera fram foie gras, en klassískustu aðferðirnar fela í sér að bjóða hana annaðhvort í sneiðum á brauði, með sætum viðbótum eins og fíkjusultu og svo er sætvínið eiginlega ómissandi. Sauternes og andalifur er sannkallað hjónaband í himnaríki.

Andalifrin okkar kemur í nokkrum mismunandi útfærslum:

Bloc de Foie Gras er þétt og kraftmikið í bragði, hægt að skera í sneiðar og bera fram á brauði.

Parfait de Foie Gras hefur mýkri og smyrjanlegri áferð, blandað með rjóma og hentar vel á canapés eða til að smyrja á góða súrdeigsbaguette.

Mousse de Foie Gras er léttasta útgáfan, loftkennd og með mildari bragðtóna, oft blandað með trufflu eða öðru.

Til viðbótar við þessar útgáfur er einnig hægt að fá Entier de Canard, eða heila lifur í dós, sem er hin hreina og upprunalega foie gras upplifun. Hún er oft skorin í sneiðar og borin fram með sjávarsalti og sætum viðbótum eins og fíkjusultu eða berjasósu.

En stundum er meira ekki alltaf meira og okkur finnst best að hafa þetta einfalt: Foie gras á ristað súrdeigsbrauð.



Í þessari grein