Þegar snjórinn fellur… aðeins of snemma!


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Þegar snjórinn fellur… aðeins of snemma! - Sante.is

Það þarf varla að segja neinum að veturinn sé kominn. Flestir Reykvíkingar hafa sennilega eytt gærdeginum í að moka sig út eftir mestu snjókomu í október frá upphafi mælinga. Og á meðan sumir bölva færðinni þá er ekki laust við að smá jólatilfinning læðist að manni. Það má því segja að náttúran hafi tekið forskot á sæluna því snjórinn átti víst ekki að falla fyrr en 7. nóvember næstkomandi.

Hvaða snjór? Jú, við erum að tala um J-daginn, daginn þegar hinn goðsagnakenndi Tuborg Julebryg kemur í hillur verslana og á krana ölstofanna. Talað er um að snjórinn falli þann dag. Þessi dagur er nánast þjóðhátíðardagur í Danmörku þar sem sambandið milli fólksins og bjórsins er svipað og milli Grænlendinga og jökla. Þetta er allt partur af „hygge“ - danskri uppfinningu sem snýst um að hafa það notalegt og njóta stundarinnar gjarnan með góðan drykk í hönd.

En hvað er þetta J-dag brambolt?

J-dagurinn, stytting á „Julebryg dag“, rennur upp fyrsta föstudag í nóvember. Klukkan 20:59 stundvíslega „fellur snjórinn“ Tuborg Julebryg byrjar að flæða á börum og veitingastöðum. Sagan segir að upphaflega hafi dagurinn verið á miðvikudegi en eftir að fjarvistir í skólum og vinnustöðum jukust mjög á fimmtudeginum eftir var ákveðið að færa hátíðarhöldin yfir á föstudagskvöld.

Sagan á bakvið Tuborg Julebryg þannig að árið 1979 sendi Tuborg frá sér blátt jólakort með slagorðinu „Glædelig jul og godt Tub’år“. Myndin af snævi þöktu landslagi fékk fólk til að spyrja hvar það gæti fengið þennan snjóbjór. Vandamálið var bara að bjórinn var ekki til. Bruggmeistarar Tuborg brugðust við og árið 1981 kom Julebryg á markað. Hin sígilda teiknimyndaauglýsing með jólasveininum á eftir bjórbílnum kom svo árið eftir og hefur verið sýnd óbreytt í dönsku sjónvarpi á hverju ári síðan.

Sjálfvirkur Julebryg?

Og nú geta viðskiptavinir Santé, bæði núverandi og verðandi, tekið þátt í gleðinni með nýjum og spennandi hætti. Þann 7. nóvember næstkomandi verður heldur betur ástæða til að fagna. Ekki aðeins verður Tuborg Julebryg fáanlegur, heldur líka nýfæddur litli bróðir hans... Lille Jul.

Til að toppa þetta allt saman verður svo hægt að nálgast kaldan Julebryg með nýstárlegum hætti í sjálfvirkri vínbúð í Skeifunni þar sem vélmennið Stúfur sér um afgreiðsluna.

Það er ljóst að jólin eru handan við hornið.

Glædelig jul og godt Tub’år!



Í þessari grein