Þegar klukkan slær sex...
Klukkan slær sex á aðfangadag. Kirkjuklukkurnar hljóma í útvarpinu og heilög ró færist yfir landið. Þetta er stundin sem við höfum beðið eftir. Eftir ys og þys aðventunnar þá er staldrað við. Það er í þessari dýrmætu kyrrð sem tappinn er tekinn úr púrtvínsflöskunni.
Þessi fallega hefð á sér djúpar rætur í íslenskri jólasögu. Púrtvínið er nefnilega ekki bara drykkur, það er bragðið af jólunum sjálfum. Það veitir yl og er mjúkt og hátíðlegt. Við skálum fyrir friði og farsæld með þeim sem okkur þykir vænt um.
Við höfum nú tryggt okkur farm af púrtvíni frá elsta starfandi púrtvínshúsi heims, Kopke sem stofnað er árið 1638.

Gömul saga gengur milli kynslóða í Douro-dalnum í Portúgal, frá jólunum á stríðsárunum. Skipasiglingar voru stopular og dýrmætur farmurinn frá Kopke sem átti að ylja íslensku þjóðinni um hjartarætur barst ekki til landsins. Það voru dimm jól. Ekki aðeins vantaði ylinn úr glasinu heldur vantaði einnig litinn – þennan einstaka, rúbínrauða lit sem gaf jólunum sinn einstaka blæ.
Sagan segir að ungur kertagerðarmaður, sem saknaði púrtvínsins sárt, einhenti sér í að búa til kerti með nákvæmlega sama djúprauða lit og besta rúbínpúrtvínið frá Kopke. Þegar hann kveikti á þeim fylltist stofan af hlýrri birtu, rétt eins og andi púrtvínsins væri engu að síður viðstaddur. Minningin lifði í loganum.
Gríptu til aðgerða núna. Púrtvínið er komið í forsölu og verður afhent í kringum 12. desember. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.
