Flottasti jólabjórinn?
Jólabjórinn frá RVK Brewing er svar okkar við danska jólabjórnum. Dósin er stórglæsileg og innihaldið sönnun þess að við eigum alltaf svör við uppátækjum Dana – við sóttum jú sjálfstæðið og endurheimtum handritin (allavega þau mikilvægustu)!
Stúdentarnir, sem lærðu sín fræði og drykkjusiði í Kaupmannahöfn, hefðu eflaust glaðir skipt Tuborgnum út fyrir þennan sjálfstæða bjór frá Reykjavík.
12 dósa rúta af Reykjavík Jólabrugg kostar 5.990 hjá okkur en 6.300 hjá ríkisstofnuninni og hefur Samkeppniseftirlitið sent út rauða viðvörun af því tilefni.
Við mælum svo eindregið með Jóla-Kalda og Litlu-Jólunum frá Kalda. Þeir eru 13-15% hagstæðari í frelsinu. Að lokum með hinum ógerilsneydda Rothaus Tannenzäpfle frá Svartaskógi í Þýskalandi - fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.
