MOSI GIN / Forsala hafin


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

MOSI GIN / Forsala hafin - Sante.is

Líkt og mosi sem vex hægt á hrauninu, hefur MOSI GIN fengið þann tíma sem þarf til að þroskast til betri vegar. Santé kynnir nú gin sem á sér enga hliðstæðu.

Ginið hefur verið veðrað á toppi Eldfells í Vestmannaeyjum, þar sem náttúruöflin móta bragðið með hverri einustu lægð sem gengur yfir eyjarnar enda eldfjallið útsett fyrir vályndum veðrum Norður-Atlantshafsins. Þannig sveiflast ekki bara hitastigið heldur loftþrýstingurinn líka. Breytingar á loftþrýstingi ýta gininu inn í viðinn í tunnunni og dregur það svo út aftur.



Tvær útgáfur eru í boði fyrst um sinn:

  • Mosi Eldfell Chardonnay er veðrað í Chardonnay tunnum á toppi Eldfells. Steinefnakennt og blómstrandi bragð frá frá Búrgúndi í bland við harðneskju íslenskrar eldfjallanáttúru. Silkimjúkt en margslungið.
  • Mosi Eldfell Islay er veðrað á Eldfelli í Islay viskítunnum. Torf og salt frá tunnunum sameinast söltum sjónum. Kraftmikið og langt.

Við mælum með að þú drekkir ginið á klaka með örlitlu Fentimans Connoisseurs tóniki sem fæst einnig hér í versluninni - og ekki nota neina sítrónu eða límónu þannig að ginið njóti sín sem best.

700 númeraðar flöskur í boði af hvoru gini fyrir sig. Ginið er eingöngu fáanlegt hjá Santé og er komið í forsölu.

 



Í þessari grein