Mosi Gin / Eldfell / úr Islay Viskítunnu

14.900 ISK


Venjulegt verð 14.900 ISK
Útsöluverð 14.900 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Hægt að sækja í/á Skeifan 8

Usually ready in 1 hour

Heimsending og Dropp - Til á lager
,
Skeifan 8 - Til á lager
Skeifan 8 Reykjavík, 108
+3546923554

Eldfell varð til í gosi sem lagði nýjan grunn að Vestmannaeyjum árið 1973. Jarðvegurinn er enn volgur, hlíðarnar skjálfa í hávaðaroki og andrúmsloftið ilmar af söltum sjónum.

Eldfjallið er útsett fyrir vályndum veðrum Norður-Atlantshafsins. Hitastigið sveiflast og loftþrýstingurinn líka. Breytingar á loftþrýstingi ýta gininu inn í viðinn í tunnunni og dregur það svo út aftur, aftur og aftur.

Veðrað á Eldfelli í Islay viskítunnum. Torf og salt frá tunnunum sameinast söltum sjónum. Kraftmikið og langt.

Mosi sem var geymdur í Islay tunnu er eins og viskíin frá Islay mjög reykt sem gefur gininu einstakan blæ. Eitt er víst þú hefur aldrei smakkað neitt í líkingu við þetta fyrr.

Ginið byrjar á mjög reyktum tón, þróast yfir í einiber og jurtir sem svo endar í fersku og léttu eftirbragði.

Við mælum með að þú drekkir ginið á klaka með örlitlu Fentimans Connoisseurs tóniki sem fæst hér í versluninni - og enga sítrónu eða límónu þannig að ginið njóti sín sem best. Þessi margslungnu brögð gerir ginið líka að að sérlega fjölhæfum drykk sem nýtist vel í klassískum kokteilum - það gefur gin og tónik dramatíska dýpt, skapar óvenjulegan og minnistæðan martini, og umbyltir Negroni með sínum einstaklega reykta karakter. Jafnframt er það nægilega fágað til að njóta þess eins og sér.

Einungis 700 númeraðar flöskur framleiddar. 

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Gin
  • Stærð: 50 cl
  • Styrkleiki: 41.0%
  • Uppruni: Ísland
Greiðsluleiðir:

    Mosi Gin / Eldfell / úr Islay Viskítunnu

    14.900 ISK

    GIN MÓTAÐ AF NÁTTÚRUÖFLUM

    Handgert gin, útsett fyrir íslenskri náttúru og hennar óviðjafnanlegu öflum. Þetta gin er ekki búið til í kjallara heldur úti í hráum öfgum Íslands, annars vegar inni í jökli og hins vegar á tindi eldfjalls. Tvær andstæður en einn andi - vínandi.

    Á hvorum stað fyrir sig eru tunnur af ýmsu tagi - Islay viskítunnur, Chardonnay tunnur, Vermouth, Mezcal og Sauternes. Meðan ginið þroskast í tunnunum sameinast það og samþættir karakter tunnunnar. Þetta er árgangsgin og engar tvær lotur eru eins.

    Fyrst á markað koma Chardonnay og Islay viskí útgáfurnar. Ginið er eingöngu til sölu hjá Santé! Upplag er verulega takmarkað og forsala er hafin.


    Sjá einnig