Mosi Gin / Eldfell / úr Chardonnay tunnu

14.900 ISK


Venjulegt verð 14.900 ISK
Útsöluverð 14.900 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Eldfell varð til í gosi sem lagði nýjan grunn að Vestmannaeyjum árið 1973. Jarðvegurinn er enn volgur, hlíðarnar skjálfa í hávaðaroki og andrúmsloftið ilmar af söltum sjónum.

Eldfjallið er útsett fyrir vályndum veðrum Norður-Atlantshafsins. Hitastigið sveiflast og loftþrýstingurinn líka. Breytingar á loftþrýstingi ýta gininu inn í viðinn í tunnunni og dregur það svo út aftur, aftur og aftur.

Mosi Eldfell Chardonnay er veðrað í Chardonnay tunnum á toppi Eldfells. Steinefnakennt og blómstrandi bragð frá frá Búrgúndi í bland við harðneskju íslenskrar eldfjallanáttúru. Silkimjúkt en margslungið.

Þessi þroskun veitir gininum sérstaka hvítvínslegan karakter sem aðgreinir hann frá öðrum gosdrykkjum.

Chardonnay grunnurinn þróast síðan yfir í klassískar einiberja- og jurtanótur áður en ferðalaginu lýkur á létt- og ferskleika sem gerir hann einstaklega aðgengilegt.

Við mælum með að þú drekkir ginið á klaka með örlitlu Fentimans Connoisseurs tóniki sem fæst hér í versluninni - og enga sítrónu eða límónu þannig að ginið njóti sín sem best. Þetta margslungna gin nýtist líka prýðilega í Martini þar sem Chardonnay einkennin bæta við dýpt, er frábært eitt og sér eða í léttum kokteilum eins og Gin Fizz eða hvítum Negroni þar sem hvítvínstónarnir skapa spennandi breidd.

Einungis 700 númeraðar flöskur framleiddar. 

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Gin
  • Stærð: 50 cl
  • Styrkleiki: 41.0%
  • Uppruni: Ísland
Greiðsluleiðir:

    Mosi Gin / Eldfell / úr Chardonnay tunnu

    14.900 ISK

    GIN MÓTAÐ AF NÁTTÚRUÖFLUM

    Handgert gin, útsett fyrir íslenskri náttúru og hennar óviðjafnanlegu öflum. Þetta gin er ekki búið til í kjallara heldur úti í hráum öfgum Íslands, annars vegar inni í jökli og hins vegar á tindi eldfjalls. Tvær andstæður en einn andi - vínandi.

    Á hvorum stað fyrir sig eru tunnur af ýmsu tagi - Islay viskítunnur, Chardonnay tunnur, Vermouth, Mezcal og Sauternes. Meðan ginið þroskast í tunnunum sameinast það og samþættir karakter tunnunnar. Þetta er árgangsgin og engar tvær lotur eru eins.

    Fyrst á markað koma Chardonnay og Islay viskí útgáfurnar. Ginið er eingöngu til sölu hjá Santé! Upplag er verulega takmarkað og forsala er hafin.


    Sjá einnig