GIN MÓTAÐ AF NÁTTÚRUÖFLUM
Handgert gin, útsett fyrir íslenskri náttúru og hennar óviðjafnanlegu öflum. Þetta gin er ekki búið til í kjallara heldur úti í hráum öfgum Íslands, annars vegar inni í jökli og hins vegar á tindi eldfjalls. Tvær andstæður en einn andi - vínandi.
Á hvorum stað fyrir sig eru tunnur af ýmsu tagi - Islay viskítunnur, Chardonnay tunnur, Vermouth, Mezcal og Sauternes. Meðan ginið þroskast í tunnunum sameinast það og samþættir karakter tunnunnar. Þetta er árgangsgin og engar tvær lotur eru eins.
Fyrst á markað koma Chardonnay og Islay viskí útgáfurnar. Ginið er eingöngu til sölu hjá Santé! Upplag er verulega takmarkað og forsala er hafin.