Vínsmakk hjá Santé!
Þegar hausta tekur og rökkrið færist nær vaknar með okkur ósjálfráð löngun til íhugunar og samveru. Þörfin verður meiri til að lýsa upp skammdegið með ánægjulegum stundum í góðra vina hópi. Það er í þessum anda sem Santé hefur nú lokið við að leggja drög að haustdagskrá sinni.
Við hefjum leikinn með því að stíga til jarðar í Búrgúndí þar sem við kynnumst hinum svokölluðu heráðsvínum. Síðar í haust munum við svo halda lengra inn í þennan heim og kanna þorpsvínin og stíga svo skrefið upp í fyrsta flokk og að lokum úrvalsflokkinn, Grand Cru.
Við munum einnig leyfa okkur að kanna samhljóm kampavíns og kavíars og fyrir þá sem vilja skyggnast inn í heim spænskra goðsagna gefst kostur á að kynnast víngerðinni Vega Sicilia.
Þessir viðburðir eru þó aðeins brot af dagskránni. Hvert kvöld er vandlega undirbúið með það fyrir augum að veita ekki aðeins fræðslu, heldur einnig að skapa vettvang fyrir ánægjulegar samræður og ný kynni. Því þegar öllu er á botninn hvolft er maður manns gaman.
Smellið hér til að skoða betur.
Kampavín og kavíar / 8. október
Búrgúndí 103 – Héraðsvínin stela senunni / 15. október
Vega Sicilia – Spænska goðsögnin / 23. október
Búrgúndí 203 – Upp stigann / Frá þorpi til fyrsta flokks / 28. október
Tequila töfrar – Clase Azul / 6. nóvember
J.J. Prüm – Snarbrattar hlíðar / 13. nóvember
Aðventa í nánd – Jólavín / 20. nóvember
Búrgúndí 303 – Grand Cru, krúnudjásn Búrgúndí / 25. nóvember
Búrgúndí-námskeiðaröð (Pakki - 2. október, 28. október & 25. nóvember)
