Vínbar &
Rannsóknarsetur

  • Morgunstund

    Fullkomnar aðstæður fyrir morgunfundi og viðburði snemma dags. Við bjóðum upp á alvöru kaffi og bakkelsi er gert frá grunni samdægurs. Hver viðburður er klæðskerasniðinn að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða lítinn fund eða stærri samkomu.

  • Hádegi

    Á hádegi umbreytist salurinn í sveigjanlegt rými fyrir hádegisfundi og málsverði. Við útbúum matinn sérstaklega fyrir hvern viðburð. Hvort sem þú vilt léttar veitingar eða veglegan hádegisverð, þá aðlögum við framboðið að þínum þörfum.

  • Kvöld

    Á kvöldin hefur þú ótal möguleika í rannsóknarsetrinu. Við bjóðum upp á allt frá vönduðum snittum fyrir standandi móttökur, upp í þriggja rétta málsverði fyrir sitjandi borðhald. Ostasmakk, sérvaldar tapas veitingar eða hlaðborð - við útfærum hugmyndina þína.

NaN af -Infinity

Vínsmakk

Við bjóðum hópum upp á námskeið og vínnrannsóknir.

Við erum með fjöldan allan af tilbúnum námskeiðum en setjum líka saman klæðskerasniðin smökk eftir óskum hvers og eins.

Hafið samband við okkur og kannið málið.

Vínbar

Vínbarinn er opinn alla daga á meðan sýningarsalurinn er opinn. Á vínseðlinum eru fágæt og þroskuð vín og kennir þar margra glasa.

Viðburðir

Við erum reglulega með opna viðburði í rannsóknarsetrinu.