Vínbar &
Rannsóknarsetur


Búrgúndí 303 – Grand Cru, krúnudjásn Búrgúndí / 25. nóvember - Sante.is

Rannsóknir

Rannsóknarsetur Santé er samfélagslegur spegill þar sem fólk kemur saman til að rýna í og ræða það sem skiptir máli.

Í haust bjóðum við upp á fjölbreytta dagskrá - allt frá því að kanna leyndarmál Búrgúndí í þremur þrepum til þess að kynnast goðsögnum á borð við Vega Sicilia og J.J. Prüm. Viðburðirnir fara fram í notalegu umhverfi Rannsóknarsetursins.

Fastir viðburðir með ákveðnum dagsetningum
Miðar eru seldir á Tix.is og sætaframboð er takmarkað.

Námskeið þegar þér hentar
Við bjóðum einnig upp á einstök námskeið sem hægt er að bóka á þeim tíma sem hentar - til dæmis Drappier-smökkun eða önnur sérhæfð námskeið. Þú hefur samband á sante@sante.is og við finnum út úr þessu saman.

Klæðskerasniðnar rannsóknarlotur
Fyrir hópa og fyrirtæki bjóðum við upp á sérhannaðar rannsóknarlotur. Hafið samband á sante@sante.is til að fá frekari upplýsingar.

Viðburðir

Við erum reglulega með opna viðburði í rannsóknarsetrinu.


  • Morgunstund

    Fullkomnar aðstæður fyrir morgunfundi og viðburði snemma dags. Við bjóðum upp á alvöru kaffi og bakkelsi er gert frá grunni samdægurs. Hver viðburður er klæðskerasniðinn að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða lítinn fund eða stærri samkomu.

  • Hádegi

    Á hádegi umbreytist salurinn í sveigjanlegt rými fyrir hádegisfundi og málsverði. Við útbúum matinn sérstaklega fyrir hvern viðburð. Hvort sem þú vilt léttar veitingar eða veglegan hádegisverð, þá aðlögum við framboðið að þínum þörfum.

  • Kvöld

    Á kvöldin hefur þú ótal möguleika í rannsóknarsetrinu. Við bjóðum upp á allt frá vönduðum snittum fyrir standandi móttökur, upp í þriggja rétta málsverði fyrir sitjandi borðhald. Ostasmakk, sérvaldar tapas veitingar eða hlaðborð - við útfærum hugmyndina þína.

1 af 3

Vínbar

Vínbarinn er opinn alla daga á meðan sýningarsalurinn er opinn. Á vínseðlinum eru fágæt og þroskuð vín og kennir þar margra glasa.