Spænsk áhrif

Nýverið hófum við sölu á vínum frá fjórum víngerðarhúsum á Spáni. Þessi vínhús – Ossian, Tricó, Aiurri og Carraovejas – deila metnaði fyrir virðingu fyrir hefðum og djúpri tengingu við jarðveginn. Samanlagt köllum við þetta vínslóð (terroir) þótt e.t.v megi tengja fleiri þætti við það, t.d. veðurfar. Það er reyndar umdeilanlegt hvort veðurfar teljist hluti af terroir (sem við köllum stundum vínslóð eða jafnvel jarðeigind). Það er hins vegar efni í annan pistil sem við erum strax byrjuð að skrifa.
Þessi sending er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal, enda mun úrval spænskra vína í versluninni margfaldast á næstu vikum - með aðstoð Hafliða, sem hefur um árabil byggt upp fagleg tengsl við víngerðarmenn á Spáni. Stórfréttir eru í vændum hvað þetta varðar.
Ossian
Ossian er staðsett í Nieva í Segovia héraði, í Castilla y León. Vínekrurnar eru í um 900-1000 metra hæð yfir sjávarmáli með sérstæðum sand- og kalkríkum jarðvegi. Hér eru á ferðinni ævaforn Verdejo vínviður, allt að 200 ára gamall. Þeir stunda lífræna og lífefnafræðilega ræktun og nota hefðbundnar aðferðir við víngerð.
Vín | Þrúgutegundir | Vinnsluaðferð | Sérkenni |
---|---|---|---|
2022 Ossian Verdejo | 100% Verdejo | 9 mánuðir í frönskum eik. Handtínt frá gömlum vínviðum (80-200 ára). | Lífrænt ræktað. Mjög gamall vínviður gefur af sér fjölþætt vín. |
2022 Ossian Quintaluna Verdejo | 100% Verdejo | Þroskað í stáltönkum og stórum eikartunnum. Handtínt. | "Yngri bróðir" Ossian. Blanda af ungum (15-40 ára) og gömlum (80-100 ára) víngörðum. Lífrænt ræktað. |
Tricó
Tricó er víngerð stofnuð af Joseph "Pepe" Moreira í Rías Baixas í Galicíu, Norðvestur-Spáni. Pepe er þekktur sem "Albariño meistarinn" og vinnur eingöngu með þessa þrúgu. Vínekrurnar eru staðsettar nálægt Atlantshafinu þar sem sjávarrakinn og svalt loftslag skapar fullkomnar aðstæður fyrir Albariño.
Vín | Þrúgutegundir | Vinnsluaðferð | Sérkenni |
---|---|---|---|
2021 Tricó Albariño | 100% Albariño | Gerjað í stáltönkum við lágt hitastig til að varðveita ferskleika. | Vínviður við sjávarloftslag sem gefur e.t.v. saltkennt bragð? |
Aiurri
Aiurri er lítil fjölskyldurekin víngerð í Rioja Alavesa. Hér einbeitir fjölskyldan sér að því að framleiða vín með hefðbundnum aðferðum, með sérstöku tilliti til landslagsins og umhverfisins. Aðallega eru ræktaðar Tempranillo þrúgur en líka nýttar staðbundnar þrúgur.
Vín | Þrúgutegundir | Vinnsluaðferð | Sérkenni |
---|---|---|---|
2021 Aiurri Salas í viðargjafaöskju | Aðallega Tempranillo með blöndu af staðbundnum þrúgum | Amerískar og franskar eikartunnur í að minnsta kosti 14 mánuði. | Hefðbundið Rioja-vín með nútímalegri nálgun. Kemur í sérhannaðri gjafaöskju. |
2021 Aiurri Landua | Tempranillo | Styttri þroskun í eikartunnum gerir vínið ferskara og ávaxtaríkara. | Ungt og aðgengilegt Rioja-vín, framleitt til að njóta strax. |
Carraovejas
Carraovejas er staðsett í Ribera del Duero, nánar tiltekið í Peñafiel. Það er nokkuð ungt að árum, stofnað árið 1987. Aðallega notaðar Tempranillo (sem kallast Tinto Fino á þessu svæði), Cabernet Sauvignon og Merlot þrúgur. Vínekrurnar eru í 850 metra hæð með sérstökum kalksteins- og leirjarðvegi sem gefur vínunum sérstakan blæ.
Vín | Þrúgutegundir | Vinnsluaðferð | Sérkenni |
---|---|---|---|
2021 Carraovejas Milsetentayseis | Tempranillo (Tinto Fino) með smá Merlot og Cabernet Sauvignon | Franskar eikartunnur í 12 mánuði. | Nafnið vísar til hæðar víngarðsins (1076 metrar), einn sá hæsti í Evrópu. |
2020 Carraovejas Cuesta de las Liebres | 100% Tempranillo (Tinto Fino) | Franskar eikartunnur í 24 mánuði. | Eitt af aðalvínum Carraovejas, framleitt aðeins á bestu árgöngum. Þrúgur koma frá elstu vínekrunum "Kanínuhæðinni". |
2020 Carraovejas Anejón | Aðallega Tempranillo með smá Cabernet Sauvignon | Franskar eikartunnur í 12 mánuði. | Framleitt úr þrúgum frá elsta svæði víngerðarinnar "El Anejón", sem var plantað 1988. |
2022 Carraovejas Pago de Carraovejas | Tempranillo (90%), Cabernet Sauvignon (6%), Merlot (4%) | Franskar og amerískar eikartunnur í 12 mánuði. | Flaggskipsvín Carraovejas, endurspeglar heimahagana fullkomlega. "Pago" vísar til einstakra vínekra með sérstök jarðfræðileg einkenni. |