Mýrdal rauf hljóðmúrinn

Stundum þarf aðeins örlitla áskorun til að koma hreyfingu á hlutina. Það tók Jón Mýrdal, hinn geðþekka vert á Kastrup, ekki nema einn sólarhring að bregðast við áskorun okkar um að setja hina goðsagnakenndu auðmannasnittu aftur á seðilinn.
Þó að Concorde-þotan hafi aldrei lent á Kastrup, þá rauf Jón sannarlega hljóðmúrinn með viðbrögðum sínum.
Nú geta allir matgæðingar glaðst, því þessi sjávarsamruni - brauðsneið með humar og Baeriskaya styrjuhrognum - er aftur kominn á matseðilinn.