Mi-To

Rétt eins og flest fallegt og mikilvægt birtist Negroni ekki úr lausu lofti. Hinn vinsæli, beisk-sæti kokteill, gerður úr sætum vermút, Campari og gini, á sitt upphaf að rekja til hanastéls sem var mun minna þekkt en kom hálfri öld á undan: Milano-Torino.
Saga Milano-Torino
Fyrsti drykkurinn sem vitað er til að noti Campari, nefndur Mi-To, sem er einföld blanda af hinum rauða beiska líkjör og sætum vermút frá Tórínó. Talið er að Gaspare Campari hafi fyrst blandað drykkinn í Mílanó á 6. áratug 19. aldar. Einhvern tíma á þessum árum bætti Campari sódavatni við blönduna og til varð Americano. Stokkið til ársins 1919 á Caffè Casoni í Flórens, þegar gin tók sæti sódavatnsins og Negroni varð til.
Negroni hefur haldið áfram að vaxa í vinsældum síðan. Nútíma afbrigði, eins og white negroni (beisk gentian-líkjörinn Suze kemur í stað Campari og Lillet í stað vermúts) og áratugagamli en nýverið TikTok-frægi sbagliato (Prosecco í stað gins), viðhalda stöðu drykksins á kokteilseðlum. Milano-Torino er hins vegar áfram klassískur kokteill sem fáir þekkja, jafnvel þó hann hafi markað upphafið að öllu saman.
Segja má að Milano-Torino sé mýkri/mildari en með breyttu jafnvægi.
Mýktin vinnur ekki alltaf, en smekkurinn/tískan hefur hallast meira að beiskju, að hluta til vegna vinsælda Negroni- og spritz-drykkja. Kokteillinn sem hóf þetta allt saman gæti því verið á leið aftur á sviðið.
Milano-Torino fangar fullkomlega andann í ítalskri aperitivo-menningu, Campari og rauður Vermouth di Torino “skapar dýpt í bragði sem finnst tímalaus, í stuttu máli glæsileiki Ítalíu frá Mílanó og Tórínó.”
Fyrstu ítölsku kokteilarnir voru einfaldar blöndur af vermút og sódavatni, og eiga rætur að rekja til Tórínó, þar sem Vermouth di Torino á uppruna til að rekja og reyndar sama borg og veitti Gaspare Campari innblástur að jurtalíkjörnum sem ber nafn hans.
Reyndar er vermút mjög breitt hugtak yfir ilmkennd krydduð vín.
Vermútar eru mismunandi eftir svæðum með tilliti til sýru og sykurs en Vermouth di Torino, sem er skráður með Indicazione Geografica Protetta (IGP) þarf að innihalda biturt ,,artemisia” (malurt), vera framleiddur í Piemonte og hafa 16–22% vínanda.
Hvernig á að bera fram Milano-Torino?
Klassíska útgáfan inniheldur jafna hluta af bitter, yfirleitt Campari og rauðum Vermouth di Torino hrært á klökum í lágu glasi. Skrautið skiptir máli. “Stór appelsínubiti bætir við ferskan blæ sem jafnar beiskjuna og sætuna.
Einnig má bæta við hörðu (mineral) sódavatni eins og t.d. Chateldon.
Aperol Spritz - Vorboðinn ljúfi
Nú þegar sól er óðum að hækka á lofti og sér fyrir endalok skíðavertíðar kemst þekktasta hanastél Ítalíu aftur á dagskrá.
Uppskriftin er einföld 3 hlutar Prosecco, 2 hlutar Aperol 1 hluti sodavatn - appelsínusneið til skreitingar Fyrir þá sem gera kröfur og/eða vilja prófa mismunandi útfærslur má benda á að hægt er að nota, sætari útgáfu af Prosecco og einnig steinefnaríkara ölkelduvatn eins og Chateldon.