Handverkið í hlíðunum


Eftir Arnar Sigurðsson

Handverkið í hlíðunum - Sante.is

Helstu vínsvæði Frakklands og megineinkenni:

Bordeaux

Oftast blönduð vín úr Cabernet Sauvignon, Merlot og Cabernet Franc 

Burgundy

Hér nær Pinot Noir í rauðu og Chardonnay í hvítu sínum hæstu hæðum

Champagne

Samnefnd kampavín, sjö þrúgur leyfðar

Loire dalurinn

Sauvignon blanc

Provence

Hér eru föl rósavín í tísku

Rónar dalurinn

Syrah

 

Þótt Bordeaux og Burgundy beri oft höfuð og herðar yfir í umræðu um frönsk vín, stendur Rónardalurinn þeim fyllilega jafnfætis.

Í hlíðum Côte-Rôtie, sem eru of brattar fyrir vélvæðingu, ræktar Stephane Ogier þrúgur sínar af sömu alúð og víngerðarmenn Búrgúndar. Þar lætur hann jarðveginn tala í gegnum hvern dropa.

Rónardalurinn skiptist í tvö meginsvæði: Norður- og Suður-Rónardalinn.

Norður-Rónardalur

Hér er loftslag svalara, og er svæðið þekkt fyrir einstök rauðvín úr Syrah-þrúgunni, en einnig eru hvítvín úr þrúgunum Viognier, Marsanne og Roussanne framleidd. Helstu undirsvæðin í Norður-Rónardalnum eru:

  • Côte-Rôtie: Einna frægust fyrir Syrah-vín sem þekkt eru fyrir mikla dýpt og fjölþætt bragð. Rétt eins og háttar til í Burgundy er mikið um einnar ekru vín frá þessu svæði eins og sjá má á kortinu
  • Hermitage: Afar virt vínsvæði, framleiðir einnig Syrah-vín en hvít Hermitage úr Viognier og Marsanne eru sömuleiðis vinsæl.
  • Condrieu: Þekktast fyrir hvítvín úr Viognier

Suður-Rónardalur

Í suðri er loftslagið hlýrra og hér er algengara að sjá vín blandað úr nokkrum þrúgum. Grenache-þrúgan er ríkjandi, en einnig er víða notaðar Syrah og Mourvèdre. Helstu undirsvæðin í Suður-Rónardalnum eru:

  • Châteauneuf-du-Pape: Frægasta svæðið í suðri. Vín héðan eru oft sterk, krydduð og með ávaxtakenndan bragð.
  • Gigondas: Líkt Châteauneuf-du-Pape en stundum örlítið „villtari“ í karakter með sterkum ávaxta- og kryddtónum.

Ódýrustu vínin eru skilgreind sem Cotes d’Rhone og geta komið hvort heldur er úr norðri eða suðri. Gallinn við þessa flokkun er að hún er ónákvæm og hentar því best fyrir stór samlagshús sem leggja áherslu á magn umfram gæði. Vert er að geta þess að gæða hugtakinu má skipta lauslega í tvennt; annars vegar ljúffengleika (nokkuð huglægt eftir smekk hvers og eins) og svo hins vegar ef einhverjir staðbundnir eiginleikar skína í gegn í hinni endanlegu vöru, nokkuð sem handverksframleiðendur leggja mikið upp úr. Dæmi um slíkt má finna í vínum Stephane Ogier upprunin úr norður hlutanum. Af öðrum framleiðendum má benda á E. Guigal, M. Chapoutier og Paul Jaboulet sem fást í einokunarverslunum ríkisins.

Côte-Rôtie vín snúast alfarið um fágun, nokkuð sem margir virðast ekki átta sig á segir Stephan Ogier sem án vafa er einn metnaðarfyllsti ungi framleiðandinn á Cote Rotie svæðinu

Rajat Parr - Sommelier's Atlas of Taste

Côte-Rôtie ekrurnar eru afar brattar og engin leið að koma vinnuvélum að og því allt handunnið sem skýrir þó ekki að sum af vínunum héðan geti verið stjarnfræðilega dýr, heldur hitt að eftirspurnin er langt umfram framboð.

Þegar við heimsóttum Ogier síðasta sumar var eitt það fyrsta sem hann nefndi að hann væri ánægður með að vínin hans væru seld til hliðar við vín margra vina hans úr Búrgúndí héraði enda lærði hann fræðin þar. Því kemur kannski ekki á óvart að Ogier leggur mikið upp úr víngerð úr litlum spildum, hvar jarðvegurinn er látinn ráða mestu um hið endanlega vín og að sjálfsögðu allt undir formerkjum lífrænnar víngerðar. Ogier leggur mikla áherslu á að engin gæðamunur sé gerður við víngerðina á einnar ekru Côte-Rôtie vínunum (sem af flestum eru talin jaðra við fullkomnun frá svæðinu) og svo inngangsvínunum Cotes d’Rhone sem eru bæði rauð og hvít.

Við höfum nú skipulagt viðburð helgaðan vínum Stephane Ogier. Miðvikudaginn 30. apríl munum við opna allar níu flöskurnar í þessum einstaka smakkpakka frá Ogier og fara yfir hvern dropa undir leiðsögn.

Gestir fá tækifæri til að smakka öll vín úr "Selection de Lieux Dits" smakkpakkanum úr 2019 árganginum sem sýnir hvernig Ogier nær að fanga sérstöðu hvers svæðis.

Á dagskrá eru eftirtalin Côte-Rôtie vín með leiðsögn:

  • Viallière 2019 
  • Montmain 2019
  • Bertholon 2019 
  • Côte Bodin 2019
  • Montlist 2019
  • Fongeant 2019
  • Cognet 2019
  • Le Champon 2019
  • Leyat 2019 

Viðburðurinn hefst klukkan 17:30 þann 22. maí næstkomandi. Miðasala er hafin á Sante.is. Einungis 11 sæti eru í boði og aðgangur er á kr. 9.800.


I18n Error: Missing interpolation value "class" for "Notaðu færri síur eða <a class =“{{ class }}” href=“{{ link }}”>hreinsaðu síur</a>."

Í þessari grein