Gæfugarður Chanzy


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Gæfugarður Chanzy - Sante.is

Jarðvegurinn í vínekrunni Clos de la Fortune myndaðist fyrir 160 milljónum ára. Nafn ekrunnar gæti lagst út sem gæfugarður en "clos" þýðir að ekra er afgirt með steinhleðslu. Chanzy á allan gæfugarðinn – og með honum einhverjar bestu Aligoté-þrúgur í heiminum. Við tókum í dag við sendingu af þessu frábæra sumarvíni frá Chanzy.

Clos de la Fortune

Monopole ekra: Chanzy á og ber ábyrgð á öllum vínviðnum á þessum 2 hektara reit. Hún er ekki mikið stærri en u.þ.b. fjórar sumarbústaðalóðir. Uppskeran nemur árlega um 10.000-12.000 flöskum.

160 milljón ára jarðvegur: Kalksteinn og mergill (leir- og kalksteinsblanda) frá Oxfordian tímabilinu gefa víninu keim af steinefnum. Mergill þykir afbragðs jarðvegur fyrir vínrækt því hann leyfir vatni að renna í gegn en heldur samt hæfilegum vökva. Kalksteinninn gefur víninu steinefnakeim sem þykir eftirsóttur eiginleiki. Jarðvegurinn er svo hæfilega mjúkur til að ræturnar geti komist mjög djúpt en nægilega stöðugur til að styðja við vöxt vínviðsins.

Gamall vínviður: 35 ára að meðaltali en sumar plönturnar eru nærri 100 ára! Þetta gefur víninu dýpt og þéttleika.

Parað með sjálfu sér

  • Eitt og sér: Sem fordrykkur eða bara drykkur.
  • Með mat: Ég sting upp á Gougères ostabollum.

Uppskrift: Gougères - franskar ostabollur

Tilbúnar á 45 mínútum • Fullkomnar með Aligoté

Léttar, loftkenndar ostabollur sem eru stökkar að utan en mjúkar að innan. Klassísk Burgundy-hefð sem passar fullkomlega með hvítvínum héraðsins.

Hráefni:

  • 235 ml vatn
  • 110 g) ósaltað smjör, skorið í bita
  • ¾ tsk salt
  • 170 g hveiti
  • 5 stór egg, við stofuhita
  • 170 g rifinn ostur (Gruyère eða Comté)
  • 1 msk Dijon sinnep

Leiðbeiningar:

Hitið ofninn í 220°C. Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur.

Deigið

  1. Hitið vatn, smjör og salt þar til smjörið bráðnar og blandan fer að sjóða
  2. Takið af hitanum, bætið öllu hveitinu út í í einu og hrærið kröftuglega
  3. Setjið aftur á hita í 1 mínútu til að þurrka deigið
  4. Kælið aðeins og bætið 4 eggjum við, einu í einu
  5. Hrærið ostinum og sinnepinu saman við

Bakstur

  1. Mótið litlar bollur (2-3 cm) á plöturnar. Gott er að nota sprautupoka.
  2. Penslið með þeyttu eggi
  3. Bakið við 190°C í 20 mínútur en fylgist vel með! Bollurnar eiga að vera gylltar/ljósbrúnar

Best er að bera bollurnar fram strax en það er líka óhætt að gera þær nokkru áður en gesti ber að garði.

Hvar fæst hráefnið?

Öll hráefnin fást í Hagkaup í Kringlunni – þar með taldir ostarnir í ostaborðinu.

En ég bendi á að ef þú ert á ferðalagi um Evrópu þá máttu taka með þér allt að 10 kg af mat (þar með talinn ost) tollfrjálst. Þannig að ef þú ert í París, Kaupmannahöfn, Barcelona eða öðrum borgum þar sem ostur ber ekki ofurtolla, geturðu tekið með þér Comté eða Gruyère.

Hér er á ferðinni glæsilegt Aligoté hvítvín – ferskt og lifandi með björtum sítrusilm og bragði af grænum eplum, sítrónu og steinefnum.

Að lokum bendi ég á að við vorum einnig að fá áfyllingu á önnur helstu vín frá Chanzy:

  • 2023 Chanzy Bourgogne Aligoté Les Fortunés
  • 2023 Chanzy Bourgogne Pinot Noir Les Fortunés
  • Chanzy Crémant de Bourgogne


Í þessari grein