FLJÓTANDI MINNING


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

FLJÓTANDI MINNING - Sante.is

Fljótandi minning um sólrík sumarkvöld

Þegar sólin hækkar á lofti og dagarnir lengjast, þá byrja glösin að glitra. Það er eitthvað sérstakt við þessi kvöld þegar rósrauður bjarmi er á kvöldhimninum og vorilmur er í lofti. Á slíkum stundum finnst mér (okkur) fátt betra en að tylla mér á svalirnar með Hugo Spritz í hönd, drykk sem fangar kjarna vorsins.

Hver var Hugo?

Margir halda að Hugo sé karlmaður með langa sögu, en sannleikurinn er sá að Hugo Spritz fæddist ekki til í vínkjallara eins og frændi hans, Aperol Spritz, heldur er hann tiltölulega nýr á sjónarsviðinu. Það var árið 2005 sem Roland Gruber barþjónn frá Suður-Tíról í Norður-Ítalíu skapaði Hugo Spritz. Hann nefndi drykkinn ekki eftir manneskju heldur er nafnið Hugo talið vera vísun í Huflattich (hóffífill á þýsku), þar sem upprunalega uppskriftin innihélt sýróp úr þessari jurt.

Sumarkvöld í glasi

Þegar ég loka augunum með Hugo Spritz í hendi rifjast upp minningar um sólrík sumarkvöld við Miðjarðarhafið, þar sem fólk safnast saman á torgum til að njóta kvöldsælunnar. Ólíkt mörgum öðrum kokteilum ber Hugo Spritz með sér léttleika – hann þvingar sig ekki upp á mann með sterkum bragðefnum heldur hvíslar að þér fínlegum blæbrigðum. 

Töfraformúlan

  • 15 ml Starlino Elderflower
  • 1 grein af myntu
  • 120 ml prosecco, kalt
  • 30 ml sódavatn, kalt
  • Skraut: Myntusproti
  • Skraut: Sítrónusneið

Leiðbeiningar:

  1. Settu Starlino Elderflower og myntusprota í vínglas. Blandaðu varlega saman og láttu bíða í 3 mínútur.
  2. Bættu við klaka, prosecco og sódavatni og hrærðu stuttlega og varlega saman.
  3. Skreyttu með myntusprot og sítrónusneið.

Vor og sumar eru ekki bara árstíðir, heldur hugarástand sem við getum kallað fram þegar við viljum.



Í þessari grein