Sauternes er franskt sætvín frá samnefndu svæði í Bordeaux. Barsac er nærliggjandi þorp en vín þaðan má kenna við Sauternes úr Sémillon, Sauvignon Blanc og Muscadelle þrúgum.Sauternes er eitt af fáum vínhéruðum þar sem ákveðin sveppasýking er algeng og í raun æskileg. Hún er á ensku kölluð Noble Rot - hin göfuga mygla.