Fágun og fylling

Við kynnum nú til leiks smökkun á vínum frá þorpi hins heilaga Denis í Burgundy. Heilagur Denis var einn af fyrstu kristnu trúboðunum í Frakklandi og varð fyrsti biskup Parísar á 3. öld. Samkvæmt helgisögunni var hann handtekinn af rómverskum yfirvöldum vegna trúboðsstarfa sinna og dæmdur til dauða.
Denis var leiddur upp á Montmartre hæðina þar sem hann var hálshöggvinn. En þá gerðist hið ótrúlega - eftir aftökuna segir sagan að Denis hafi staðið upp, tekið höfuð sitt í hendurnar og gengið með það um sex kílómetra leið norður frá Montmartre. Á þessari göngu er sagt að hann hafi haldið áfram að prédika. Vekur þetta upp þá spurningu hvort þarna hafi orðatiltækið að vera hauslaus orðið til.
Morey-Saint-Denis er staðsett mitt á milli Gevrey-Chambertin og Chambolle-Musigny. Þegar rauðvín eru annarsvegar förum við ekki í þorpsgreinarálit en í öllu falli gefst hér tækifæri til að prófa margt af því besta sem frá þessu þorpi kemur.
Vínin sem verða smökkuð eru eftirfarandi:
- 2022 Arlaud Morey-Saint-Denis
- 2022 Lignier-Michelot Morey-Saint-Denis En la Rue de Vergy
- 2021 Aurelien Verdet Morey-Saint-Denis 1er Cru Les Monts Luisants
- 2021 Georges Noëllat Morey-Saint-Denis 1er Cru Les Monts Luisants
- 2021 Lignier-Michelot Morey-Saint-Denis 1er Cru Faconnieres
- 2020 Georges Lignier & Fils Clos-Saint-Denis Grand Cru
- 2018 Domaine Lambrays Clos des Lambrays Grand Cru
- 2020 Domaine Lambrays Clos des Lambrays Grand Cru
- 2015 Lignier-Michelot Clos de la Roche Grand Cru
Þetta er einstakt tækifæri fyrir vinahópa til að koma saman og kynnast heilögum Denis.
Áhugasamir hafi samband á sante@sante.is.