Það er dýrt að standa í röð

Þótt flestir sinni erindum utan vinnutíma, þá er tíminn samt dýrmætur. Til að setja þetta í samhengi, skoðaði greiningardeild Santé hversu mikils virði hver mínúta er miðað við meðallaun á Íslandi. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru meðalheildarlaun í fullu starfi 984.000 kr. á mánuði árið 2024. Það þýðir að hver mínúta er um 90 króna virði.
Þá lítur verslunarferðin svona út:
- 7 mínútur í röð: 630 kr.
- 20 mínútna akstur: 1.800 kr.
- 5 mínútur í leit að bílastæði: 450 kr.
- Ein verslunarferð: 2.880 kr.
Þetta er dýrmætur tími sem þú gætir nýtt í eitthvað sem skiptir þig raunverulega máli – eins og að eyða tíma með fjölskyldunni, spila golf eða slaka á.
ÓKEYPIS heimsending með Dropp og afhending á Dropp og Pikkoló stöðvar
Pantaðu fyrir 6.000 krónur eða meira og fáðu ókeypis heimsendingu með Dropp beint heim að dyrum - eða sæktu á næstu Dropp eða Pikkoló stöð.
Ef þú sparar þér 32 mínútur í 48 verslunarferðum á ári þá eru það tæpar 26 klukkustundir. Það er tími sem samsvarar 172.800 krónum.
Wolt - þegar þú þarft að fá það NÚNA!
Vantar þig ískaldan bjór strax? Gleymdirðu einhverju? Við bjóðum hraðsendingar með WOLT innan klukkustundar á opnunartíma verslunarinnar. Kostnaður er yfirleitt í kringum 3.000 krónur.
Er það þess virði? Algjörlega! Mundu að tíminn sem fer í að fara sjálfur í búð samsvarar rétt um 3.000 krónum. Með Wolt sparar þú þér ekki bara tíma og fyrirhöfn, heldur færðu vöruna strax og þú sneiðir hjá öllum streituvöldum. Þú færð ískaldan bjór strax.
Svo eru vitaskuld allir velkomnir í heimsókn til okkar í Skeifuna 8. Þangað er skemmtilegt að koma og skoða úrvalið í rólegheitum. Þegar þú velur að sækja pöntunina þá ertu að velja upplifun. Þar gildir tímasparnaðarreikningurinn ekki, því þú ert að njóta heimsóknarinnar.