Stórviðburður í rannsóknarsetri Santé!


Eftir Lind Olafsdottir

Stórviðburður í rannsóknarsetri Santé! - Sante.is

Þótt Sílikondalurinn eigi rætur í Kaliforníu, þá eiga vín Heitz, Truchard og Ridge meira sameiginlegt með jarðveginum en örflögum. Hér er um að ræða vín sem eiga sér djúpar rætur – bókstaflega – þar sem jarðbundin nálgun ræður.

Þann 23. apríl 2025 verður stórviðburður haldinn í rannsóknarsetri Santé í Skeifunni - Handan við hafið með Hafliða.

Að nokkru leyti er hér um að ræða vín sem unnu frækilegan sigur á frönskum vínum í svokallaðri Parísarsmökkun. Um viðburðinn myndi Smartlandið segja að enginn víngæðingur landsins hafi látið sig vanta, að því gefnu að Smartlandið láti sig ekki vanta. Parísarsmökkunin var skipulögð af Stephen nokkrum Spurrier sem við kynntumst lítillega fyrir margt löngu þegar hann rak agnarsmáa vínbúð við Place d’Madelein í París. Eðli málsins samkvæmt var niðurstaðan algerlega röng að mati Frakka og slaufuðu þeir Spurrier samstundis sem segja má að hafi orðið upphafið að slaufunarmenningunni sem endaði ekki fyrr en nýlega.

Á seðlinum eru meðal annarra, eftirfarandi vín:

  • 2023 Truchard Chardonnay (Decanter - 94 punktar kr. 6.500)
  • 2022 Truchard Pinot Noir (Decanter - 94 punktar kr. 6.700)
  • 2018 Heitz Trailside Vineyard  (Antonio Galloni - 92 punktar kr. 22.300)
  • 2018 Heitz Martha's Vineyard (Robert Parker - 96+ punktar kr. 48.900)
  • 2021 Ridge Estate Montebello (James Suckling - 100 punktar kr. 44.500) 
  • 2021 Ridge Estate Cabernet Sauvignon Santa Cruz (Decanter - 96 punktar kr. 13.400)
  • 2022 Ridge Geyserville (WineSpectator - 94 punktar kr. 9.500)
  • 2022 Ridge Chardonnay (JebDunnuck.com - 98 punktar kr. 11.200)
  • 2022 Ridge Three Valley Zinfandel (Decanter - 94 punktar kr. 6.700)

Stjórnandi rannsóknarkvöldsins er Hafliði Loftsson sem hefur um margra ára skeið ræktað þekkingu landsmanna á amerískum vínum. Hafliði hefur reyndar umfram marga aðra bæði þekkingu á djúpum rótum vínviðar og örflögum.

Miðaverði er stillt í hóf í þágu þekkingarinnar – og gleðinnar. Takmarkað sætaframboð.

Hvenær: 23. apríl / 18:00
Hvar: Skeifunni 8
Hvernig: Kaupa miða á kr. 5.900 á Sante.is

Kvikmyndin Bottle Shock gerist árið 1976 og er byggð á sönnum atburðum. Hún fjallar um áður nefnda blindsmökkun, Parísarsmökkunina (e. The Judgment of Paris) þar sem vín frá litlum fjölskylduvínbúgarði í Napa Valley, undir stjórn hins þrjóska Jim Barrett og uppreisnargjarna sonar hans Bo, valda óvæntri uppstokkun í vínheiminum þegar þau sigra bestu frönsku vínin í keppninni.

Skjáskot þetta er úr myndinni Uncorked sem segir frá hinum unga Elijah sem berst við togstreituna milli drauma um að verða sommelier og væntinga föður hans um að hann taki yfir fjölskyldureksturinn - BBQ stað í Memphis.