Smökkum rauðvín og pizzur

Pala pizzur, sem Olifa La Madre hefur kynnt fyrir Íslendingum, eru að ryðja sér til rúms á Ítalíu. Þessi ferhyrnda pizza, sem hefur fengið nafn sitt frá hinni ílöngu viðarskóflu sem notuð er við baksturinn, er dæmi um hvernig jafnvel í heimalandi pizzunnar heldur matargerðin áfram að þróast og taka breytingum.
Það er fátt sem gerir sig betur með góðri pizzu en ítalskt rauðvín. Þessi samsetning, sem virðist kannski einföld, byggir í raun á fullkomnu jafnvægi á bragðlaukunum okkar. Í aldanna rás hafa Ítalir fullkomnað þetta samband – sýran í víninu vinnur með tómatsósunni og tannínin með fitunni í ostinum.
Í dag í höfuðstöðvum Santé í Skeifunni milli 17-18 verður opið hús þar sem hægt er að upplifa þetta samspil þar sem Pala pizzur frá Olifa La Madre verða bornar fram með úrvali af ítölskum vínum, þar á meðal Barbera d'Alba og Nebbiolo frá Reverdito og völdum Chianti vínum.
Allir eru velkomnir.