Neysluklár Negroni


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Neysluklár Negroni - Sante.is

Hægt er að lesa um Negroni í frönskum kokteilabókum frá 2. áratugnum og var hann þá nefndur "Campari Mixte" - en sagan segir að Negroni kokteilinn hafi verið búinn til í Flórens árið 1919, af Fosco Scarselli á barnum Café Casoni. Sagan segir að greifi að nafni Camilo Negroni hafi beðið barþjóninn um að styrkja uppáhaldskokteilinn sinn - Americano - með því að skipta sódavatninu fyrir gin. Scarselli bætti við appelsínusneið í stað sítrónusneiðar og þannig fæddist Negroni.

Nú hefur Campari gert okkur greiða fyrir og búið til neyslukláran Negroni kokteil sem þú þarft bara að hella yfir klaka. Þetta er sama 1:1:1 uppskrift sem hefur gert þennan kokteil að einum vinsælasta í heimi - Campari, gin og sætur vermút í fullkomnu jafnvægi.

Neysluklár Negroni frá Campari kemur í 50 cl flösku með 26% alkóhólstyrk.

Orson Welles sagði um Negroni árið 1947: "The bitters are excellent for your liver, the gin is bad for you. They balance each other."

Geymdu flöskuna í frystinum og hafðu Negroni-inn þinn tilbúinn á augabragði. Helltu bara yfir ís í glas og bættu við appelsínusneið.



Í þessari grein