Joie de Vivre!


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Joie de Vivre! - Sante.is

Nú er Smakklandið komið úr sumarfríi og þá er ekki úr vegi að fara aftur í sumarfrí - í huganum. Hvað gæti verið betra en að láta hugann reika til Parísar með nýju Les Dauphins vínunum frá Santé?

Joie de Vivre

París á 20. áratugnum var menningarmiðstöð heimsins þar sem "Joie de Vivre" - lífsgleði - blómstraði. Þessi tími, sem Frakkar kalla "Les Années Folles", sem gæti útlagst á íslensku sem ,,trylltu árin", einkenndist af menningarlegri byltingu þar sem listamenn eins og Hemingway og Fitzgerald fundu frelsi til sköpunar og borgarbúar bjuggu til samfélag byggt á lífsgleði.

Bistro og kaffihús Parísar urðu hjarta þessarar menningar - staðir þar sem hugmyndir fæddust og samræður blómstruðu. Vín gegndi mikilvægu hlutverki í þessu umhverfi, ekki bara sem drykkur til að svala þorstanum heldur var það hluti af daglegu lífi og menningarlegum samskiptum. Vín frá svæðum eins og Rónardalnum urðu vinsæl vegna þess að þau voru einfaldlega góð. Þessi hefð lifir áfram og minnir okkur á að bestu augnablikin eru oft þau einföldustu.

Þitt eigið bistro

Ímyndaðu þér að stíga inn í lítið, notalegt bistro í París. Ljósin eru dauf og hlý, borðin eru rústrauð, dálítið snjáð og geyma sögur liðinna málsverða. Í loftinu hangir ilmur af fersku brauði og góðu víni. Þetta er ekki bara veitingastaður - þetta er upplifun, tilfinning, augnablik þar sem tíminn stöðvast og lífið verður einfaldara og fallegra.

Nú getur þú skapað þessa sömu töfra heima hjá þér með Les Dauphins vínunum frá Rónardalnum.



Í þessari grein