Anna Sprútt

12.900 ISK


Venjulegt verð 12.900 ISK
Útsöluverð 12.900 ISK Venjulegt verð
VSK innifalinn

Í kjallaranum í Fischersundi 3, undir úr sér gengnum gólfborðum, bjó kona sem hét Anna. Hún sást sjaldan en fólk vissi af henni. Hún þekkti húsið eins og lófann á sér, talaði við það og hlustaði. Seint á myrkum kvöldum mátti heyra lágvært glamur í glösum og flöskum og út lagði sætan angan af einhverju forboðnu. Sögusagnir gengu um að Anna bruggaði sinn eiginn landa, af vandvirkni en ávallt í felum. Stundum opnaðist kolalúgan og útrétt hönd útbýtti flöskum. Þeir sem dreyptu á sögðust finna bragð af hrárri íslenskri jörð, birkiberki, kerfli og hvannarfræjum. Hún seldi veigarnar aðeins fyrir lög, ljóð eða leyndarmál. Við heiðrum minningu Önnu Sprútt með handgerðum snafsi í hennar nafni sem inniheldur íslenskar lækningajurtir og ósagðar sögur

Ilmur fylgir með - 5 ml.

Nánari upplýsingar

  • Vörutegund: Snaps
  • Stærð: 37.5 cl
  • Styrkleiki: 35.0%
Greiðsluleiðir:

    Anna Sprútt

    12.900 ISK

    HVERNIG SKAL NJÓTA?

    1. Hellið Önnu Sprútt í glas  – Tómt eða yfir klaka.
    2. Skannið QR-kóðann og og ýtið á ‘spila´.
    3. Úðið ilminum á húð, á ilmstrimil eða látið hann svífa um loftið.
    4. Lesið ljóðið upphátt, látið augu mætast og segið: „Skál!“ Í einrúmi segið: „Skál fyrir Önnu.“
    5. Takið sopa, andið að ykkur ilminum og hlustið á anda Fischersund.

    Tjargað timbur hús niðri við höfnina, 

    reykur fyllir sjávarloftið.

    Flygsur af flöktandi ösku
    falla eins og snjór á ryðgað málmþak

    Þurrkaður kerfill og hvönn hanga úr þverbitum

    Piparkorn og anísfræ í vasa veðraðrar leðursvuntu

    Hrjúfar hendur, klístraðar af trjákvoðu

    eima rótastilka og lauf

    Íslenskar lækningajurtir

    Safnast í anda

    sameinast í anda

    SKÁL!