Í kjallaranum í Fischersundi 3, undir úr sér gengnum gólfborðum, bjó kona sem hét Anna. Hún sást sjaldan en fólk vissi af henni. Hún þekkti húsið eins og lófann á sér, talaði við það og hlustaði. Seint á myrkum kvöldum mátti heyra lágvært glamur í glösum og flöskum og út lagði sætan angan af einhverju forboðnu. Sögusagnir gengu um að Anna bruggaði sinn eiginn landa, af vandvirkni en ávallt í felum. Stundum opnaðist kolalúgan og útrétt hönd útbýtti flöskum. Þeir sem dreyptu á sögðust finna bragð af hrárri íslenskri jörð, birkiberki, kerfli og hvannarfræjum. Hún seldi veigarnar aðeins fyrir lög, ljóð eða leyndarmál. Við heiðrum minningu Önnu Sprútt með handgerðum snafsi í hennar nafni sem inniheldur íslenskar lækningajurtir og ósagðar sögur
Ilmur fylgir með - 5 ml.