Hæstu hæðir með Bouzereau


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Hæstu hæðir með Bouzereau - Sante.is

Þorpið Meursault í Burgundy er eitt þriggja hvar Chardonnay hvítvín ná hæstu hæðum og nær sagan aftur til tíma Rómverja. Hin eru Puligny-Montrachet og Chassagne-Montrachet. Í Meursault er engin ekra Grand Cru en að einhverju leiti má segja að hér miðli vínin einna best sínum uppruna, frá einni ekru til annarrar. Hér áður fyrr var vínunum gjarnan lýst sem smjör- og hnetukenndum sem hugsanlega á að einhverju leiti við enn í dag.

Í 8 kynslóðir hefur víngerðarhúsið Michel Bouzereau verið rekið mann fram af manni. Jean-Baptiste Bouzereau, sonur Michels, tók við stjórninni árið 1999 og hefur haldið áfram að byggja á arfleifð fjölskyldunnar með áherslu á lífræna ræktun.

Ef nota mætti hið gildishlaðna orð auðlind um vínekrurnar má segja að bændurnir háfi upp steinefnin úr jarðlögunum með rótum vínviðarins sem náð geta tugi metra niður. En eins og algengt er nær eignarhaldið yfir á næsta þorp, Puligny-Montrachet. Þaðan bjóðum við vín af 1er Cru ekrum, allt upp í Caillerets sem er sú besta í sínum flokki þar enda í beinu framhaldi af hinni heilögu Montrachet ekru.

2023

Árið 2023 var heitasta árið á skrá í Búrgúndí, en vínin hegða sér ekki miðað við það. Uppskeran var ríkuleg og gæðin sömuleiðis. Hvítvínin eru ljúffeng og safarík og eru aðgengileg snemma. Þessi nýi árgangur frá Michel Bouzereau endurspeglar einstaka vínslóð Meursault og Puligny-Montrachet.

Vín
Verð
Jasper Morris
2023 Michel Bouzereau et Fils Bourgogne Cote d'Or
5.700
86-88
2023 Michel Bouzereau et Fils Bourgogne Cote d'Or Clos du Moulin
7.200
87-88
2023 Michel Bouzereau et Fils Meursault "Les Grands Charrons"
10.900
89-92
2023 Michel Bouzereau et Fils Meursault "Les Tessons"
13.100
90-93
2023 Michel Bouzereau et Fils Meursault-Charmes 1er Cru
17.000
92-94
2023 Michel Bouzereau et Fils Meursault-Genevrieres 1er Cru
17.000
92-94
2023 Michel Bouzereau et Fils Puligny-Montrachet Les Champs Gains 1er Cru
17.000
90-93
2023 Michel Bouzereau et Fils Meursault-Perrieres 1er Cru
21.900
93-95
2023 Michel Bouzereau et Fils Puligny-Montrachet 1er Cru Le Cailleret
22.900
91-94

 

Nánari upplýsingar um einkunnir Jasper Morris er að finna á vöruspjaldi hvers víns.



Í þessari grein