Búrgúndí 2023 / Forsala


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Búrgúndí 2023 / Forsala - Sante.is

Það er með sérstakri ánægju sem ég tilkynni þegnum og þurfandi að hið langþráða sumarskip, hlaðið dýrmætum farmi frá Frakklandi, varpar brátt akkerum. Eftir langa og viðburðaríka siglingu yfir hafið breiða, mun þessi sending frá nokkrum af okkar uppáhalds framleiðendum loksins ná landi.

Í hug fólksins kemur sumarið ekki fyrr en sumarskipið kemur til hafnar með vistir. Þannig er siglingin yfir hafið með Búrgúndarvínin hluti af fólkinu sjálfu, persónuleg fylgja þess.

Á þessari síðu er hægt að skoða yfirlit yfir helstu framleiðendur og ferðast á þeirra undirsíður. Heildarlista yfir öll vínin í sendingunni á töfluformi ásamt einkunnum Jasper Morris eftir því sem við á, er hægt að nálgast með því að smella hér.

Meðal framleiðenda sem eiga fulltrúa í þessari sendingu eru engir aukvisar:

  • Humbert
  • Aurelien Verdet
  • Bachelet-Monnot
  • Darviot-Perrin
  • Desaunay-Bissey
  • Edouard Confuron
  • Etienne Sauzet
  • Morey-Coffinet
  • Yvon Clerget

     

Sérstaklega er vert að vekja athygli á eldri árgöngum frá Desaunay-Bissey, sem eru nú að komast á eða þegar komin á fullkominn stað á sínum ferli. Einnig ber að geta þess að 2023 vínin frá Bachelet-Monnot eru að fá nokkuð hærri einkunnir en í 2022 árganginum, sem bendir til þess að bræðurnir hafi náð enn betri tökum á sínu handverki. Að lokum bendi ég sérstaklega á eldri árganga af stórum flöskum frá okkar eigin Emanuel Humbert.

2023 árgangurinn í Búrgúndí var einstakur á margan hátt. Þetta var heitasta ár sem mælst hefur á svæðinu og uppskeran var rífleg. Þrátt fyrir þetta bera vínin ekki einkenni heits árgangs.

Að sögn Jasper Morris eru hvítvínin frá 2023 ljúffeng og aðgengileg strax. Hann telur þetta vera „mjög góðan hvítvínsárgang". Þau eru safarík og ljúffeng. Hvað rauðvínin varðar er sagan aðeins blandaðri að mati Morris. Flest eru þó ljúffeng, fersk og safarík, fullkomin til neyslu á næstu árum eða jafnvel strax. Á heildina litið er 2023 árgangur sem einkennist af ferskleika þrátt fyrir mikinn hita. Vínin eru „heillandi, opin og í flestum tilvikum í góðu jafnvægi", en bestu vínin munu vitaskuld verðlauna þolinmæði.

Vínin eru komin í forsölu og verða afgreidd til viðskiptavina í kringum 26. júlí. Þyrstir koma, þyrstir fá.

Að lokum er vert að geta þeirra tíðinda sem hafa borist okkur úr ginheiminum, þar sem hið nýja gin MOSI hefur hlotið undraverðar móttökur. Menn segja að þetta sé líklega besta gin sem þeir hafa fengið og hefur sérstaða ginsins að þessu leyti leitt til þess að Íslandsmet hefur verið sett í ginsölu.

Hvað varðar rétta neysluhætti þessa drykkjar, þá mæli ég eindregið með því að njóta hans á klaka í hlutfallinu 50/50 á móti Fentimans Connoisseurs tónikinu. Mikilvægt er að nota ekki sítrónu eða límónu.