BLISS á Eurovision-tilboði - kr. 1986!


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

BLISS á Eurovision-tilboði - kr. 1986! - Sante.is

Þegar sumarið kallar vitum við að Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva nálgast. Af þessu tilefni bjóðum við nú Eurovision tilboð á hinum ljúffengu Bliss drykkjum. Verðið vísar í árið sem Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 þegar hljómsveitin ICY flutti lagið Gleðibankinn eftir Magnús Eiríksson í Bergen í Noregi.

Pálmi Gunnarsson var aðalsöngvari og tríóið ICY – skipað honum, Helgu Möller og Eiríki Hauksyni – flutti lagið af miklum krafti fyrir hönd Íslands. Þrátt fyrir mikla bjartsýni þjóðarinnar endaði framlag Íslands í 16. sæti af 20 þjóðum.

Vissuð þið að:

  • Ísland hefur tvisvar lent í 2. sæti, nánar tiltekið árið 1999 með Selmu Björnsdóttur og "All Out of Luck" og árið 2009 með Jóhönnu Guðrúnu og "Is It True?"
  • 102% Íslendinga eru sögð horfa á Eurovision kvöldið.
  • Ísland hefur 7 sinnum lent í topp 10.
  • Eina Norðurlandaþjóðin sem aldrei hefur unnið Eurovision er Ísland.
  • Ísland hefur einu sinni fengið núll stig. Það var þegar Daníel Ágúst fékk engin stig með laginu "Það sem enginn sér" árið 1989 eða "Það sem enginn heyrði" eins og margir kalla það í dag.

Bliss og Eurovision: Fullkomin blanda

Þegar þú og þeir hittast til að horfa á keppnina er hægt að lifa í draumi með Bliss í glasinu. Það sem enginn hefur séð fyrr en nú er að þú getur átt þinn eigin gleðibanka heima fyrir.

Hægt og hljótt eða í tangó  – hvernig sem þú vilt, þá býður Bliss upp á frábært tilboð núna. Með vaxandi þrá bíðum við öll eftir því að sjá VÆB á sviðinu í Basel.

Draumur um Nínu rætist kannski loksins árið 2025? En þótt við töpum aftur verður þetta sjálfsagt ekki okkar hinsti dans. Þegar spurningin kemur, nei eða já, þá veistu svarið.



Í þessari grein