Bjórsmygl
Birtist fyrst á Matarvef Mbl.is 3. október 2025.
Í kvikmyndinni Smokey and the Bandit keyrði Burt Reynolds þvert yfir Bandaríkin til að smygla 400 kössum af Coors bjór. Austan Mississippi-fljótsins var Coors jafn ófáanlegur og hann var eftirsóttur.
Coors var lengi vel aðeins seldur í 11 fylkjum. Ástæðan var sú að bjórinn var ógerilsneyddur og krafðist stöðugrar kælingar til að viðhalda gæðum hans. Vegna þess hve flókið var að tryggja slíka dreifingu um allt land ákvað Coors að sækja ekki um söluleyfi í fleiri fylkjum.Bjórinn varð fljótt mjög eftirsóttur. Gríðarleg eftirspurn myndaðist og „gullið frá Colorado“ varð að forboðnum ávexti sem forsetar, kvikmyndastjörnur og almenningur lögðu á sig langferðalög til að nálgast.
Þessi saga hljómar kunnuglega. Íslendingar þekkja vel þrána í ískaldan bjór. Í 74 ár ríkti hér bjórbann og fólk fann ótrúlegustu leiðir til að komast í kringum það. Sagan sýnir okkur að þegar fólk vill fá einn ískaldan þá finnur það leið. Frelsið sigrar að lokum.
Coors er kaldari en Klettafjöllin. Þeir voru fyrstir til að nota áldósir í Bandaríkjunum til að halda bjórnum kaldari. Kuldi breytir upplifun fólks af umhverfi sínu. Þegar bjór er annars vegar breytir hann upplifuninni þannig að hann deyfir beiskju og lætur kolsýruna dansa á bragðlaukuhum. Nýlegar rannsóknir sýna jafnvel að kuldi breytir því hvernig sameindirnar í bjórnum raða sér saman - sem heilinn okkar túlkar sem ferskleika.
Þjóðverjinn Adolph Coors vissi þetta ekki árið 1873 þegar hann bjó til fyrsta skammtinn. Hann vissi bara að fólki þótti kaldur bjór góður. Hann byggði heilt veldi á þessari einföldu staðreynd löngu áður en vísindin gátu útskýrt af hverju. Stundum þarf nefnilega ekki að spyrja af hverju. Ískaldur bjór er bara einfaldlega betri.

