Arnaud Baillot 2023


Eftir Elías Blöndal Guðjónsson

Arnaud Baillot 2023 - Sante.is

Vínpenninn Jasper Morris, sem við reiðum okkur nokkuð á, lýsir 2023 árganginum sem mjög góðum og jafnvel frábærum árgangi fyrir hvít vín og segir hann rauðu vínin safarík og aðgengileg. Jasper bendir á að þetta sé árgangur andstæðna þar sem vínin halda ferskleika þrátt fyrir methita þetta sumar. Aðrir vínpennar eru sammála um að vínin beri þess ekki merki að árangurinn hafi verið heitur.

Arnaud Baillot er e.t.v. ekki alveg hinn hefðbundni Búrgúndí vínframleiðandi. Í Búrgúndí ganga húsin oftast í erfðir og spannar saga þeirra oft margar kynslóðir. Arnaud Baillot byrjaði hins vegar frá grunni árið 2013 og ásamt eiginkonu sinni Laure, sem kemur úr víngerðarfjölskyldunni Hudelot-Noëllat, hefur hann á aðeins örfáum árum byggt upp 7,5 hektara víngerð í hjarta Côte de Beaune og er nú talinn ein af rísandi stjörnum Búrgúndí. Arnaud býr að því að hafa frelsi til þess að skapa án þess að vera bundinn af fjölskylduhefðum og sögu. Með 2023 árganginum er brotið blað í sögu hússins en vínin eru nær eingöngu úr hans eigin vínekrum.

Við höfum boðið vín frá Arnaud Baillot um nokkurra ára skeið en við höfum aldrei verið jafn spennt og núna. Hvítu vínin eru sannarlega lífleg og fersk þrátt fyrir hitann og rauðu vínin ávaxtarík og afar aðgengileg - sem er gott fyrir óþolinmóða.

Úrvalið er fjölbreytt og segja má með sanni að verðin eru aðgengileg, líkt og vínin sjálf.

Bourgogne vínin eru öll með háan verðgildisstuðul en hápunkturinn er eðli máls samkvæmt Volnay 1er Cru vínin - bæði Mitans og Brouillards, en þau eru algjörlega framúrskarandi. Það er óhætt að mæla með öllum vínunum en þau hafa fengið ítarlega skoðun hjá rannsóknarteymi Santé.

Komdu við hjá okkur í Skeifunni!

2023 Arnaud Baillot Bourgogne Aligoté Kr. 4,000
2023 Arnaud Baillot Bourgogne Hautes Cotes de Beaune Blanc Kr. 4,700
2023 Arnaud Baillot Bourgogne Hautes Cotes de Beaune Rouge Kr. 4,700
2023 Arnaud Baillot Bourgogne Cote d'Or Blanc Kr. 4,800
2023 Arnaud Baillot Bourgogne Cote d'Or Rouge Kr. 4,900
2023 Arnaud Baillot Savigny-Les-Beaune Kr. 6,000
2023 Arnaud Baillot Pernand-Vergelesses "A Ma Fille Mahaut" Blanc Kr. 6,400
2023 Arnaud Baillot Santenay 1er Cru La Comme Kr. 6,700
2023 Arnaud Baillot Volnay Kr. 9,300
2023 Arnaud Baillot Nuits-Saint-Georges Les Grandes Vignes Kr. 9,400
2023 Arnaud Baillot Gevrey-Chambertin Kr. 10,200
2023 Arnaud Baillot Meursault Kr. 11,200
2023 Arnaud Baillot Chassagne-Montrachet Kr. 11,200
2023 Arnaud Baillot Volnay 1er Cru Mitans Kr. 12,900
2023 Arnaud Baillot Volnay 1er Cru Brouillards Kr. 12,900


Í þessari grein