Ný sending frá Egly-Ouriet kom til landsins í gær og lenti í vöruhúsinu rétt í þessu. Lúðrasveit spilaði þjóðsöng Frakklands, La Marseillaise, í Straumsvík þegar skipið lagði að bryggju.
Hjá fjölskylduhúsinu Thierry Laffay eru engar tískusveiflur og engin íhlutun úr heimi efnaverkfræðinnar, hvort heldur er í ræktun eða víngerð. Hér hefur verið stunduð lífræn ræktun frá 1990 og reyndar gengið enn lengra því ekki er heldur notast við koparúðun og mygluvarnir.
Það er sérstök hátíð þegar jólaskipin koma. Þá er allt krökkt af fólki á bryggjunni, allir koma til að bjóða jólavínin velkomin og lúðrasveitin leikur jólasöngva.
Sauternes er franskt sætvín frá samnefndu svæði í Bordeaux. Barsac er nærliggjandi þorp en vín þaðan má kenna við Sauternes úr Sémillon, Sauvignon Blanc og Muscadelle þrúgum.Sauternes er eitt af fáum vínhéruðum þar sem ákveðin sveppasýking er algeng og í raun æskileg. Hún er á ensku kölluð Noble Rot - hin göfuga mygla.