Arnar Sigurðsson
28.11.2023
DOMAINE TESSIER
ENGIN MARKAÐSSETNING
Eins og skiltið á hurðinni hjá Arnaud Tessier gefur til kynna err ekki mikið lagt upp úr markaðssetningu eða ytri þáttum. Nema þá ræktuninni. Þeim mun meiri áhersla er lögð á innihaldið enda má segja að bestu vín Búrgúndí héraðs eru keypt en ekki seld.
Segja má að Tessier sé lúsiðinn í orðsins fyllstu merkingu, alger hending ef hann er ekki á á akrinum þegar okkur ber að garði en eiginkonan Catherine er hinsvegar engin aukvisi, heldur borin og barnsfædd víngerðarkona eins og eiginmaðurinn. Vínekrunum er reyndar svo vel við haldið að nágrannar líkja þeim við skrautjurtagarða.
Vínunum má lýsa sem skörpum, ferskum en lítillega út í exótíska ávexti.
Vín | Lýsing | Verð |
---|---|---|
Bourgogne Cote d’Or | Inngangsvín hússins | Kr. 5.800 |
Bourgogne Champ Perrier | Er í raun vörusvik þar sem vínið er úr ekru í Puligny-Montrachet sem liggur að mörkum Meursault. Mjög góð kaup. | Kr. 6.400 |
Meursault | Þorpsvín sem er blanda úr nokkrum ekrum | Kr. 11.000 |
Meursault Les Casse-Tetes | Hálft skref upp hér. | Kr. 13.600 |
Meursault 1er Cru Poruzot Dessus | Oftast ekra sem gefur af sér vín sem er fyrst tilbúin af 1er Cru vínunum. ,,Dessus” þýðir að vínið kemur úr efri hluta ekrunnar sem talinn er betri. | Kr. 18.900 |
Meursault 1er Cru Charmes Dessus | Hér er um að ræða efstu deildina í Meursault og varla þörf á að vín séu mikið betri. ,,Dessus” þýðir að vínið kemur sömuleiðis úr efri hluta Charmes ekrunnar. | Kr. 19.900 |
Þess má geta að við eigum einnig fyrirliggjandi nokkrar flöskur úr 2020 árganginum; Meursault 1er Cru Charmes Dessus, Meursault 1er Cru Le Poruzot Dessus og Meursault 1er Cru Genevrieres.