Elías Blöndal Guðjónsson
22.11.2023
ALLT LÍFRÆNT HJÁ DRAPPIER
SÖGULEGIR ÁFANGAR
Í nýlegum bréflegum samskiptum tilkynnti Drappier fjölskyldan um tvo merkilega áfanga.
Metuppskera var í haust og þrúgurnar óvanalega stórar. Knippin reyndust vera allt að 200 grömm að þyngd en venjulega þykja 100 gramma knippi vera stór. Vínviðurinn er ættaður frá Miðjarðarhafinu en það er ekki fyrr en núna síðastliðið sumar sem hann mundi eftir hvaðan hann kemur. Hitinn í Champagne var slíkur í sumar.
Þrúgurnar reyndust aftur á móti ekki of þroskaðar, þær héldu ferskleikanum, líklega m.a. vegna rigninga í júlí og ágúst.
Fjölskyldan segir í tilkynningunni að Chardonnay þrúgurnar verði einstaklega góðar og Pinot Noir frábærar.
Segir í tilkynningunni að síðari áfanginn sem fjölskyldan náði hafi verið að fá lífræna vottun fyrir allar vínekrurnar. Merki um þessa vottun fara að birtast smátt og smátt á öllum vínum frá Drappier til viðbótar við þau fimm vín sem nú þegar hafa lífræna vottun.
Hugo, Charline og Antoine, áttunda kynslóð víngerðarfólks hjá Drappier, trúa því staðfestlega að lífræna leiðin sé rétta leiðin og við hjá Santé tökum undir það.
Gefum Michel og André DRAPPIER orðið að lokum:
"The quality of the wines is unquestionably on the rise. With more freshness, more fruit, and a wild but elegant touch like a bouquet of wildflowers. Modern wines that have the arome of bygone days."