Afhendingar- og sendingarmátar

Nánari upplýsingar um afhendingu

Við afhendum pantanir með ýmsum hætti. Hægt er að:

1. Sækja pöntun í vöruhús okkar að Eyjarslóð 9 á Granda.
2. Fá pöntun senda á Dropp afhendingarstaði.
3. Fá pöntun heimsenda með Dropp í kvölddreifingu.
4. Fá pöntun heimsenda með Dropp í dagdreifingu.
4. Fá pöntun senda á pósthús eða í póstbox.
5. Fá pöntun heimsenda með Póstinum.

Höfuðborgarsvæðið

Pöntun þín verður tilbúin til afgreiðslu samdægurs. Athugaðu þó að vöruhúsið er lokað á sunnudögum. Við sendum þér tölvupóst þegar hún er tilbúin til afgreiðslu á lager okkar að Eyjarslóð 9 í Reykjavík.

Opnunartími vöruhússins er sem hér segir:

Mánudaga-föstudaga 10:00-18:00.
Laugardaga 12:00-14:00.

Pantanir sem berast fyrir kl. 12 mánudaga til laugardaga eru tilbúnar til afhendingar um kl. 17 sama dag.

Pantanir sem berast eftir kl. 12 mánudaga til föstudaga eru tilbúnar til afhendingar etir klukkan 17 næsta dag.

Pantanir sem berast á sunnudögum og eftir klukkan 12 á laugardögum eru tilbúnar til afhendingar um kl. 17 á mánudegi.

Ef þú hefur pantað fyrir kl. 12 þá verður pöntun ekið til þín samdægurs á milli klukkan 18-22.

Ef þú pantar eftir kl. 12 þá verður henni ekið til þín næsta dag á milli klukkan 18-22.

Við keyrum ekki út á sunnudögum.

Ef þú hefur pantað fyrir klukkan 12:00 þá verður pöntun ekið til þín á næsta virka dag á milli klukkan 10-17.

Ef þú pantar eftir klukkan 12:00 þá verður henni ekið til þín þar næsta virka dag á milli klukkan 10:00-17:00.

Landsbyggðin

    Pantanir sem berast fyrir klukkan 12:00 mánudaga til föstudaga eru tilbúnar til afhendingar næsta virka dag.

    Pantanir sem berast eftir klukkan 12:00 eru tilbúnar til afhendingar þar næsta virka dag.

    Ef þú hefur pantað fyrir klukkan 12:00 og valið að fá pöntun afhenta í einhverju af vöruhúsum Flytjanda þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast hana þar næsta virka dag en það gæti tekið tvo daga.

    Ef þú pantar eftir klukkan 12:00 þá gerum við okkar besta til að þú getir nálgast pöntunina þarnæsta virka dag.