THIERRY LAFFAY
Elías Blöndal Guðjónsson
25.11.2023
Hjá fjölskylduhúsinu Thierry Laffay eru engar tískusveiflur og engin íhlutun úr heimi efnaverkfræðinnar, hvort heldur er í ræktun eða víngerð. Hér hefur verið stunduð lífræn ræktun frá 1990 og reyndar gengið enn lengra því ekki er heldur notast við koparúðun og mygluvarnir (sem þó væri heimilt).
Nálgun Laffay er að gera vín sem eru nákvæm, trú sínum uppruna og með mikla möguleika til geymslu. Með því að leyfa náttúrulegum gróðri að blómstra milli vínplantna neyðist vínviðurinn til að róta sig dýpra eftir vatni í gegnum forsöguleg setlög hlaðin skeldýrum og kalki. Þannig verða vínin í senn fjölþættari auk þess að þéttast og verða sætari með aldrinum. Nánast allur vínviður hér er kominn við aldur en húsið framleiðir einnig sérstakt þorpsvín ,,Chablis Vielles Vignes" af 60 ára vínvið sem gefur minna af sér í magni en hefur rótað sig enn dýpra í jarðsögunni.
Dæturnar Melanie og Mailys taka senn við búinu af foreldrum sínum en þær eru smátt og smátt að koma sér inn í reksturinn. Þær eru á ekrunum á sumrin að sinna vínviðnum og ætla hægt og rólega að tappa reynslu og þekkingu af foreldrunum í víngerðinni sjálfri. Grand Cru vínið af Bougros ekrunni ber nú nafn Melanie Laffay.
Fjölskyldan gerir 8 vín sem öll eru til sölu á Sante.is - tvö þeirra í tveimur mismunandi árgöngum.
Vín | Verð |
---|---|
2022 Thierry Laffay Petit Chablis | Kr. 3.900 |
2022 Thierry Laffay Chablis | Kr. 4.300 |
2022 Thierry Laffay Chablis Vieilles Vignes | Kr. 4.600 |
2021 Thierry Laffay Chablis 1er Cru Vaillons | Kr. 5.500 |
2021 Thierry Laffay Chablis 1er Cru Mont de Milieu | Kr. 5.900 |
2022 Thierry Laffay Chablis 1er Cru Mont de Milieu | Kr. 5.900 |
2021 Thierry Laffay 1er Cru Cote de Lechet | Kr. 5.900 |
2022 Thierry Laffay 1er Cru Cote de Lechet | Kr. 5.900 |
2021 Thierry Laffay Chablis Grand Cru Vaudesir | Kr. 10.500 |
2020 Thierry Laffay Chablis Grand Cru Bougros Melanie Laffay | Kr. 10.500 |