Fara í efni

BORDEAUX

Bordeaux er eitt frægasta vínhérað Frakklands og er staðsett rétt við landamæri Spánar, Atlantshafsmegin.

Sjávarloftslagið á 45. breiddargráðu er fullkomið til framleiðslu á klassískum og langlífum vínum þar sem kælingar frá Atlantshafinu gætir á nóttunni.

Á svæðinu eru um 10.000 vínframleiðendur og 57 mismunandi AOC (Appellation d'Origine Contrôlée). Rauðvín, eða 'Claret' eins og það er kallað, er 88 prósent af heildarframleiðslunni. Héraðið skiptist í mörg undirsvæði, hvert með sína sérstöðu og stíl.