Skilmálar
- GILDISSVIÐ
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Santewines SAS til viðskiptavina.
- ALDURSTAKMARK
Viðskiptavinir þurfa að hafa náð 20 ára aldri til þess að geta keypt vörur á Sante.is.
Viðskiptavinir skrá sig inn í vefverslunina með netfangi og lykilorði. Við stofnun aðgangs á Sante.is þurfa viðskiptavinir að auðkenna aldur sinn með rafrænum skilríkjum. Síðan þarf viðskiptavinur að auðkenna aldur á 30 daga fresti.
Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á því að aðgangsauðkenni komist ekki í hendur einstaklinga sem hafa ekki náð 20 ára aldri.
- AFHENDING
Allar vörur sem Santewines SAS býður til sölu í vefverslun sinni eru á lager á Íslandi og eru afgreiddar úr vöruhúsinu samdægurs eða í síðasta lagi næsta virka dag. Nánari upplýsingar um afhendingarleiðir má finna með því að smella hér.
Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.
Ef vara reynist ekki til þegar hún er pöntuð vegna rangrar skráningar í birgðahaldi þá munum við hafa samband við viðskiptavininn og bjóða aðra vöru í staðinn eða endurgreiðslu.
- SKILARÉTTUR
Eftir að þú hefur keypt hjá okkur vöru hefur þú 14 daga til að endursenda hana eða skila henni til okkar í Skeifuna 8, 108 Reykjavík, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í fullkomnu ástandi í upprunalegum og óskemmdum umbúðum, að innsigli hafi ekki verið rofið og að greiðslukvittun fylgi með.
Ef þú ákveður að endursenda vöru sem heimilt er að skila þá berð þú ábyrgð á og kostnað af því nema þú hafir fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Endursendingar á vörum verða að berast á afgreiðslustað flutningsfyrirtækisins innan 14 daga frá móttöku vörunnar hjá þér, ásamt útprentun af vefsíðu flutningsfyrirtækisins á þar til gerðri pöntun á flutningi á endursendingu vöru.
Endurgreiðslur eru framkvæmdar með því að færa fjárhæð jafn háa verði hinnar skiluðu vöru, að frádregnum flutningskostnaði ef ekki var afhent röng eða skemmd vara, aftur inn á sama greiðslumiðil, svo sem greiðslukort og greitt var með fyrir vöruna eða að öðrum kosti með því að gefa út inneignarnótu fyrir fjárhæðinni og senda hana á skráð netfang viðskiptavinar.
Að öðru leyti en hér kemur fram og þér er tryggður réttur í gildandi lögum, svo sem lögum um neytendasamninga, hefur þú ekki heimild til að falla frá kaupum á vörum í versluninni.
- VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti, ýmist 11% eða 24%.
- PERSÓNUVERND
Santewines SAS fer með allar upplýsingar um viðskiptavini sem trúnaðarmál. Santewines SAS geymir ekki upplýsingar um greiðslukort þar sem viðskiptin fara fram á vefsvæði Valitor.
- GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Hægt er að greiða með með öllum helstu greiðslukortum og Netgíró.
- VARNARÞING
Rísi ágreiningur vegna þessara skilmála skal hann rekinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
- UPPLÝSINGAR UM SANTEWINES SAS
Santewines SAS
9 Boulevard Clemenceau
21200 Beaune
Frakklandi
sante@sante.is
Íslensk kennitala: 540221-9550
Íslenskt virðisaukaskattsnúmer: 140848
