Elías Blöndal Guðjónsson
20.09.2023
NÝTT LÍFRÆNT FREYÐIVÍN
GÖMUL SAGA OG NÝ
Hevia Ferrer fjölskyldan var meðal þeirra sem stofnuðu Freixenet víngerðina árið 1889. Eftir að hafa selt hlut sinn í því fyrirtæki árið 2018 keypti fjölskyldan Cavas Marevia.Vínekrurnar eru í Requena í Valencia og liggja í 550-750 metra hæð yfir sjávarmáli í aðeins 70 km fjarlægð frá Miðjarðarhafinu. Sumrin eru hlý og veturnir mjög kaldir. Öll víngerðin er vottuð lífræn.
Cava er gert með kampavínsaðferðinni (Méthode Champenoise). Þá á seinni gerjunin sér stað í flöskunni.
Nú eru þrjú freyðivín frá Cavas Marevia komin í sölu á Sante.is.